en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19799

Title: 
  • Title is in Icelandic Vaxtarófið og verðbólga: Leynast upplýsingar um þróun verðbólgu í vaxtarófinu?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eftir að Seðlabanki Íslands tók upp formlegt verðbólgumarkmið hefur nauðsyn þess að geta, með nákvæmum hætti, spáð fyrir um þróun verðbólgu í framtíðinni aukist. Helsta tæki seðlabanka við verðbólguspár sínar er að meta væntingar aðila hagkerfisins um hver verðbólga muni verða í framtíðinni. Meðal þeirra aðferða sem seðlabankar hafa til að meta væntingar aðila hagkerfisins er að nota halla vaxtarófsins sem mat á væntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði um breytingar á verðbólgu.
    Í þessari rannsókn verður leitast við að leggja mat á hvort að íslenska vaxtarófið hafi að geyma einhverjar upplýsingar um breytingar á framtíðarverðbólgu. Við matið verður stuðst við líkan Mishkin, sem hann setti fram árið 1990, auk endurbóta á líkaninu sem gerðar voru af Nielsen árið 2006. Verður líkanið bæði skoðað m.t.t. stutta enda vaxtarófsins, þ.e. vexti skuldabréfa til tólf mánaða og skemur, sem og lengri enda þess eða vexti til 60 mánaða.
    Verkið er þannig uppbyggt að fyrst verður fjallað um þær kenningar sem uppi eru um hegðun vaxtarófsins, þá verður farið í myndun væntinga í hagfræði auk þess að tengsl verðbólgu og verðbólguvæntinga við nafnvexti og raunvexti verða skoðuð. Líkan Mishkin verður svo útskýrt auk þeirra endurbóta sem Nielsen gerði á því.
    Niðurstöðurnar eru ekki einhlítar þegar stutti endi vaxtarófsins var metinn þar sem að þær bentu ýmist til þess að líkan Mishkin haldi, til tímalengda milli sex og tólf mánaða, eða til þess að líkan Mishkin héldi ekki fyrir neinar tímalengdir. Þegar að lengri endinn var skoðaður voru hinsvegar vísbendingar um það að líkan Mishkin héldi og því líklegt að til langs tíma hafi vaxtarófið að geyma einhverjar upplýsingar um þróun verðbólgu í framtíðinni.

Accepted: 
  • Sep 19, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19799


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Vaxtarófið og verðbólga.pdf1.5 MBOpenHeildartextiPDFView/Open