en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19801

Title: 
 • is Markaðssamskipti í gegnum samfélagsmiðla: Áhrif markaðssamskipta á vörumerkjavirði og kaupáform
Submitted: 
 • February 2015
Abstract: 
 • is

  Internetið og snjalltæki hafa gjörbylt því hvernig fólk á samskipti hvort við annað. Vinsældir samfélagsmiðla hafa aukist gríðarlega á nokkrum árum og eru þeir nú notaðir af milljónum manna um heim allan. Samfélagsmiðlar gera fólki kleift að eiga samskipta á mismunandi vegu. Þessi þróun hefur leitt til þess að landslag miðla hefur breyst mikið og hefur nú áhrif á markaðssamskipti vörumerkja. Það er mikilvægt fyrir vörumerki að fylgja þeirri þróun sem verið hefur og geta átt samskipti við neytendur sína í gegnum samfélagsmiðla.
  Sífellt fleiri fyrirtæki og vörumerki sjá hag sinn í því að tengjast neytendum sínum í gegnum samfélagsmiðla. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna markaðssamskipi fyrirtækja í gegnum samfélagsmiðla og áhrif þeirra á neytendur. Bera á saman markaðssamskipti fyrirtækja í gegnum samfélagsmiðla og hefðbundna miðla. Einnig var kannað hvaða áhrif markaðssamskipti hefðu á vörumerkjavirði og kaupáform neytenda.
  Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar. Rannsóknin skiptist í fjóra hluta, markaðssamskipti, vitund vörumerkja, ímynd vörumerkja og kaupáform. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að markaðssamskipti hefðbundinna miðla hafi meiri áhrif á neytendur en markaðssamskipti í gegnum samfélagsmiðla. Þó er ýmislegt sem betur má fara og ljóst að mikil mettun er á samfélagsmiðlum og krefjandi verkefni fyrir vörumerki að auka áhrif markaðssamskipta í gegnum samfélagsmiðla. Niðurstöður varðandi vitund og ímynd vörumerkja bentu til þess að fyrirtæki og vörumerki hafa góða vitund og ímynd sem leiða má til sterkra áhrifa á kaupáform neytenda.

Accepted: 
 • Sep 19, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19801


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Guðmundur Fannar Vigfússon.pdf995.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open