en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19802

Title: 
 • Title is in Icelandic Tapas of einfaldur fyrir Íslendinga og því þörf á staðbundinni aðlögun og flugeldasýningu í matnum. Upplifun starfsfólks tapasstaða á Íslandi á aðlögun spænskrar tapasmenningar að íslenskri matarmenningu
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Matarmenning ólíkra landa hefur breiðst um heiminn á undanförnum áratugum. Á hverju svæði tekur matarmenning á sig staðbundið form. Ástæða þess er að þjóð- og matarmenning er mismunandi á milli landa þar sem neytendur hafa meðal annars mismunandi matar smekk og venjur eftir því frá hvaða landi þeir koma. Neytendur hafa einnig, í meiri mæli, áhuga á vörum, þjónustu og mat sem uppfyllir sérþarfir þeirra. Matarmenning er því oftast aðlöguð að óskum neytenda á hverjum markaði fyrir sig til að geta þjónað ákveðnum markhópi. Einhverjir grunnþættir geta þó verið samskonar á milli markaða. Þess vegna er oft hægt að selja sömu grunnvöruna um allan heim með smá aðlögun. Dæmi um fyrirtæki þar sem sama grunnvaran er seld um allan heim, en aðlagað er vöruna þó yfirleitt að óskum hvers markaðar fyrir sig, er McDonald‘s.
  Viðfangsefni þessarar rannsóknar er aðlögun matarmenningar og valið var að vinna með spænska tapasmenningu og íslenska matarmenningu. Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvernig tekist hefur að aðlagað spænska tapasmenningu að íslenskri matarmenningu. Skoða hvort tapasmenning á Íslandi sé aðlöguð eða stöðluð og hvort möguleiki sé á því að bjóða upp á ekta spænskan tapas á Íslandi. Við vinnslu rannsóknarinnar var notast við fyrirbærafræði, sem er eigindleg rannsóknaraðferð, og tekin hálf-opin viðtöl við starfsmenn tapasstaða á Íslandi til að öðlast djúpan skilning á upplifun og reynslu viðmælenda á eftirfarandi viðfangsefni.
  Helstu niðurstöður þessara rannsóknar eru að mjög mikilvægt er að huga að íslenskri matarmenningu. Aðlaga þarf hluta af spænskri tapasmenningu að íslenskri matarmenningu svo hægt sé að bjóða upp á tapas á Íslandi. Umgjörð og útlit tapasrétta og tapasstaða getur verið spænskt en réttina sjálfa verður að aðlaga að íslenskum matarvenjum. Réttirnir verða að vera með íslensku hráefni og aðlagaðir að því hvað Íslendingar vilja, bæði innihaldslega og í framsetningu. Það sem hefur mest áhrif á að aðlaga þarf tapasmenningu að íslenskum markaði eru kröfuharðir neytendur sem hafa eigin siði og venjur, þjóðmenning Íslands og matarmenning.

 • Food cultures of different countries have spread around the world in the last decades. In each region, the food culture takes on a local form. The reason behind this is that both national and food cultures are different between countries where consumers have different eating habits and customs depending on what country they are from. Consumers have shown increased interest in products, services and foods that satisfy their individual needs. Food culture is therefore often adapted to consumers’ wishes in different markets in order to serve a certain target audience. Some fundamental elements can however be identical between markets. In those cases the same fundamental product can be sold all over the world with little adaptation. One example where the same fundamental product is sold all over the world with little adaption to different markets is McDonald‘s.
  The subject of this research is food culture adaptation with focus on Spanish tapas culture and Icelandic food culture. The objective of this research is to examine how Spanish tapas culture has been adapted to Icelandic food culture and how successful it has been, examine whether tapas culture in Iceland is adapted or standardized, and if there is a possibility in offering real Spanish tapas in Iceland. A study was conducted using qualitative phenomenological research method. Semi-structured interviews were used to interview employees of tapas restaurants in Iceland in order to gain a deep understanding of their experience in the subject.
  The main result of this research is that it is very important to take into account the Icelandic food culture. Certain aspects of Spanish tapas culture have to be adapted to the Icelandic food culture for tapas restaurants to be successful in Iceland. The framework and appearance of tapas dishes and tapas restaurants can be Spanish while the dish itself has to adapt to Icelandic food habits. The dishes have to both include Icelandic ingredients and be adapted to what Icelanders want, both the content and how the dishes are presented. The most influential motivators to adapt Spanish tapas culture to the Icelandic market are demanding customers who have their own customs and traditions, Icelandic national culture and food culture.

Accepted: 
 • Sep 19, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19802


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS-ritgerd-Johanna_Soffia_Sigurdardottir.pdf1.39 MBOpenHeildartextiPDFView/Open