is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19803

Titill: 
 • Stefnumótun í leit að skilningi, samvinnu og gæðum. Stefnumótunarfrásaga opinbers fulltrúa við innleiðingu á aðalnámskrá grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sem meistaraverkefni er þetta rannsókn á framkvæmd stefnumótunarverkefnis í opinberri stjórnsýslu og starfshætti millistjórnanda þar við að innleiða opinbera stefnu, aðalnámskrá grunnskóla (2011/2013), í sjö grunnskóla eins sveitarfélags, Hafnarfjarðar, á árunum 2011-2014. Meginefni rannsóknarinnar var að skoða starfshætti eins millistjórnanda, sem opinbers fulltrúa, með tilliti til stefnumótunar. Þar var sérstaklega verið að rannsaka inntak stefnumótunar í innleiðingarferlinu og það skipulag tengsla sem varð til innan skipulagsheildar í þeirri vinnu. Það var út frá verkefnum stefnumótunar frá sjónarhorni millistjórnandans í samspili við umhverfi sitt í ákveðnu, sögulegu samhengi - sem starfshættir hans í stefnumótun.
  Rannsóknarspurningarnar eru þrjár: (1) Hvert er inntak stefnumótunar í innleiðingu á opinberri stefnu? (2) Hvert er skipulagið í stefnumótunarferlinu sem er í gangi? og (3) hver er frammistaða millistjórnandans í ferlinu?
  Rannsóknin er sjálfsrannsókn innherja frá sjónarhóli gagnrýninnar starfendarannsóknar þar sem millistjórnandinn sem er til rannsóknar í stefnumótunarverkefninu er jafnframt rannsakandinn. Nálgun rannsóknarinnar er frásöguleg og rannsóknargögnin eru (a) formleg og (b) óformleg gögn skipulagsheildar en mest (c) persónuleg gögn. Þau eru öll rituð af sama einstaklingnum, rannsakandanum, allan rannsóknartímann. Rannsóknarsniðið er tilfellarannsókn þar sem rannsóknargögnin eru greind með þremur mismunandi frásögulegum greiningaraðferðum, ein aðferð fyrir hverja rannsóknarspurningu, með ferlum grundaðrar kenningar í margræðu, túlkunarlegu samspili.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er rannsakandi telur sig sjá fimmþætt stefnumótunarferli sem var í gangi við að innleiða aðalnámskrá. Áhersla inntaksins í stefnumótuninni sýndi sig í að undirbúa og samhæfa í því að gæðin yrðu sem mest í innleiðingunni. Þá mátti skýrt sjá andóf þess þekkingarvalds sem boðaði ákveðið verkskipulag og samvinnu um innleiðinguna og var fagágreiningur um framkvæmd stefnumótunarverkefnis. Í öllu þessu ferli birtist millistjórnandi á ferðalagi um lendur stefnumótunar með öllum þeim einstaklingsbundnu áhrifum sem því fylgdu og sýndu sig sem sjálfstæð virkni hans til athafnasemi í stefnumótun skipulagsheildar.

Samþykkt: 
 • 19.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðVH_MSstjórnunogstefnumótun2014_2009603439.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna