is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19805

Titill: 
  • Vanskil Íslenskra heimila: Evrópskur samanburður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hraðvaxta skuldasöfnun íslenskra heimila frá aldamótum má rekja meðal annars til þess að vextir og vaxtaálag náðu sögulegu lágmarki á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Hafði það ótvíræð áhrif á efnahagsreikning heimila sem urðu stærri og því viðkvæmari fyrir áföllum en áður. Í þessari ritgerð er hugtakið 'vanskil' afmarkað og greint frá helstu ástæðum og áhrifum hagsveiflna á umfang vandans. Einnig er vægi aðgerða stjórnvalda við greiðsluerfiðleikum heimila skýrt ásamt ólíkum útfærslum aðgerða milli landa. Vanskil á húsnæðislánum/-leigu íslenskra heimila á árunum 2004-2012 eru greind eftir einkennum heimilsins þ.e. heimilisgerð, aldri íbúa og ráðstöfunartekjum þeirra. Þá virðast vanskil í raun ekki meiri árið 2012 samanborið við árið 2004. Árin 2006-2008 eru því í frávik frá miklum vanskilum íslenskra heimila. Umfang vandans er mjög mikill á Íslandi á evrópskan mælikvarða. Aukinheldur kemst Ísland oftast allra Evrópulanda inná lista yfir þau þrjú lönd sem hafa mestu vanskil hvert ár fyrir sig á tímabilinu. Þó virðast áhrif fjármálakreppu á vanskil ekki þau mestu og hafa vanskil hækkað hlutfallslega meira í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Niðurstaðan er að helstu þættir sem hafa þar áhrif eru þónokkrir. Stór hluti útistandandi húsnæðislána eru verðtryggð jafnafborgunarlán með föstum vöxtum til allt að 40 ára. Því lánaformi fylgir minna svigrúm til að lengja lán og stýrivaxtabreytingar hafa vart áhrif á greiðslubyrði. Hraðvaxta skuldaaukning á örfáum árum og reynsluleysi af hárri skuldsetningu valda frekari greiðsluerfiðleikum og meiri tíma við úrlausn mála. Atvinnuleysi á Íslandi hefur alla jafna verið lítið en aukning þess eftir efnahagshrunið útskýrir að vissu leyti þá aukningu sem varð á vanskilum. Hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána á sama tíma og gríðarleg lækkun verður á fasteignaverði bendir til neikvæðs eiginfjár heimila. Mörg heimili glíma því við neikvæða eiginfjárstöðu ásamt greiðsluerfiðleikum og vanskil þeirra því óumflýjanleg. Þá er líka ljóst að gloppóttur leigumarkaður veldur óþarfa áhættutöku sem veldur frekari vanskilum

Samþykkt: 
  • 19.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Rut Sigurjónsdóttir.pdf2.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna