en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19806

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif internetsins á áskriftasölu 365 miðla og þróun hennar
  • The impact of the internet on subscription sales by 365 media and its development
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Árið 1986 tóku Útvarpslög gildi sem heimiluðu einkareknum útvarsp- og sjónvarpsstöðvum að starfa á Íslandi (Útvarpslög nr. 68/1985). Sama ár þann 9. október var Stöð 2 stofnuð. Í upphafi stöðvar 2 var um línulega dagskrá að ræða sem rúllaði frá einum dagskrálið í þann næsta. Miklar breytingar hafa orðið síðan Stöð 2 var stofnuð, Stöð 2 er nú í eigu 365 miðla sem reka auk stöðvar 2, fréttablaðið, útvarpsrásir og aðrar sjónvarpsstöðvar. Miklar tæknibreytingar hafa komið með aukinni internetvæðingu, nú er hægt að horfa á flesta dagskráliði frá 365 miðlum þegar viðskiptavininum hentar. Sú þjónusta kallast vod sem nálgast er í gegnum myndlykla frá Vodafone eða Símanum. 365 miðlar verða fyrir samkeppni bæði hérlendis og erlendis frá. Helsta innlenda samkeppni 365 miðla á sjónvarpsmarkaðnum er Skjárinn sem rekur sjónvarpsstöðina Skjáreinn. Einnig verða 365 miðlar fyrir mikilli samkeppni erlendis frá, þá helst frá Sky þegar um íþróttir er að ræða og Netflix eða sambærilegum efnisveitum hvað varðar kvikmyndir og þætti. Aukin internetvæðing hefur leitt til þess að enn fleiri eru að nálgast sjónvarpsefni sitt í gegnum internetið, þá annað hvort í gegnum efnisveitur á borð við Netflix eða niðurhala efni í gegnum Torrentsíður „frítt“. 365 miðlar tóku á þessum breytingum með því að færa sig yfir á fjarskiptamarkaðinn því markaðurinn er farinn að leita meira þangað. Áskriftatölurnar voru skoðaðar fyrir og eftir að 365 miðlar fóru að bjóða upp á internetáskrift. Þær voru skoðaðar með tímaröðum og spáð fyrir um áskriftasölu fyrir árið 2014 ef 365 miðlar hefðu ekki farið á fjarskiptamarkað.

Accepted: 
  • Sep 19, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19806


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Andri_Kristinsson_BS.pdf854.53 kBLocked Until...2064/09/01HeildartextiPDF