is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19811

Titill: 
  • Árangur fyrirtækja af samráði og samkeppnishömlum: Hagfræðileg greining fjögurra verðsamráðsmála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er lagt mat á hagfræðilega þætti verðsamráða fyrirtækja og hver árangur af slíkri hegðun fyrirtækja kann að vera. Eru slík samráð fyrirtækja á markaði rannsóknarefni innan hagfræði. Sýna almenn líkön rekstrarhagfræðinnar á einfaldaðann máta mismunandi niðurstöðu eftir því hverjar samkeppnisaðstæður fyrirtækja eru. Innan þeirra má sjá hvernig velferðaráhrif framleiðslu á markaði fara minnkandi eftir því sem fyrirtækjum á markaði fækkar og samkeppnisaðstæður færast nær aðstæðum einokunar. Í gegnum samráðslíkanið er sýnt hvernig fyrirtæki í samráði ná til sín auknum hagnaði með því að mynda það sem kalla mætti deildarskipt einokunarfyrirtæki. Hafa niðurstöður erlendra raunrannsókna leitt að að þeirri niðurstöðu að samráð fyrirtækja á markaði sé vandamál en að greina megi þætti sem gætu sagt til um árangur fyrirtækja af samráði. Eru hér til skoðunar verðsamráð Bændasamtaka Íslands, verðsamráð Haga og kjötafurðafyrirtækja, verðsamráð á grænmetismarkaði og verðsamráð olíufélaga. Eru gögnin sem notuð voru til greiningarinnar ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins vegna stjórnvaldssekta sem fyrirtæki hlutu vegna samstilltrar aðgerða og samráðs. Byggir greiningin á niðurstöðum erlendra raunrannsókna og á þeirri þekkingu sem til staðar er á þeim markaðsþáttum sem gætu verkað sem hvatar fyrir samstilltum aðgerðum fyrirtækja. Meðal niðurstaðna er að tímalengd og aðferðir til samstilltra aðgerða íslensku fyrirtækjanna gefa hugmynd um þann árangur sem gafst af samráði. Einnig má merkja að aðstæður í umhverfi svo sem umræðugrundvöllur sem gæti skapast vegna ríkisafskipta gæti verkað sem stökkpallur fyrir frekari umræður fyrirtækja á milli um hvernig mögulegt sé að auka hagnað með verðsamráði.

Samþykkt: 
  • 19.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð ÞRE.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna