is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Búvísindi = Icelandic agricultural sciences >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19812

Titill: 
 • Titill er á ensku Proteomic analysis of cold acclimation in winter wheat under field conditions
 • Greining á próteinsamsetningu kuldaaðlagaðs vetrarhveitis í útiræktun
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • 2014
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  A proteomics analysis was used to investigate how a winter wheat (Triticum aestivum L. cv Pishgam) adapted to LT during the autumn season and then initiated reproductive growth under field conditions. Cross-comparisons of leaf proteome were performed for consecutive stages including T1 (before the beginning of cold acclimation; zero-tolerance), T2 (initiation of the cold acclimation; LT tolerance=~-6 °C), T3 (vernalization fulfillment stage; LT tolerance=~-15 °C) and T4 (first weeks of reproductive stage; LT tolerance=~- 10 °C). Approximately 400 protein spots were reproducibly detected on each gel. However, only 56 differentially abundant protein spots showed any considerable change (p≤0.05) between experimental stages. Proteomic analysis indicated a substantial decrease in the abundance of several proteins such as oxygen-evolving enhancer protein, NADH dehydrogenase and dehydroascorbate reductase during the initiation of cold acclimation. However, the abundance of some metabolic regulator, ion transporter, redox and photosynthetic proteins increased by achieving maximum LT tolerance (T3). By initiation of the reproductive phase (T4) the abundance of some proteins that mainly participate in photosynthesis and carbon metabolism significantly increased.

 • Heildar próteingreining á vetrarhveiti (Triticum aestivum L. cv Pishgam) var gerð í þeim tilgangi að skoða þær breytingar sem verða í próteinsamsetningu plantnanna á mismunandi stigum kuldaaðlögunar og herslu. Sýni til greiningar og samanburðar voru tekin á eftirfarandi stigum þroska og kuldaaðlögunar: T1 (áður en hersluferill gegn lækkuðum útihita hefst; án kuldaþols), T2 (í upphafi hersluferils; kuldaþol LT=~-6 °C), T3 (við fulla herslu; kuldaþol LT=~-15 °C) ogT4 (á fyrstu viku kynvaxtar; kuldaþol LT =~-10 °C). Aðgreindir voru 400 próteinblettir með rafdrætti en af þeim sýndu aðeins 56 blettir marktækan mun (p≤0.05) á milli ofangreindra herslu- /þroskastiga. Við upphaf hersluferils minnkaði framboð nokkurrra próteina þar á meðal ljóstíllífunarpróteinsins oxygen-evolving enhancer, NADH dehydrogenasa og dehydroascorbate afoxunarensímsins. Við fulla herslu jókst magn nokkurra próteina sem tengjast stýrihlutverkum í efnaskiptum, jónaflutningi yfir himnur, afoxun og ljóstillífun. Við upphaf kynvaxtar kom fram marktæk aukning í nokkrum próteinum sem tengjast ljóstillífun og sykruefnaskiptum.

Birtist í: 
 • Icelandic agricultural sciences 27, 3-15
ISSN: 
 • 1670-567x
Samþykkt: 
 • 19.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Janmohammadi et al 2014.pdf3.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna