is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19814

Titill: 
 • Launamyndun opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Launadreifingar eru áhugavert viðfangsefni að margra mati og eftirspurn eftir niðurstöðum rannsókna er mikil. Allir vilja vita hvar þeir standa þegar kemur að launum og launamun. Þar skiptir einu hvort um er að ræða launamun kynja, kynþátta eða ólíkra starfsstétta. Neytendur virðast sólgnir í niðurstöður um launamun. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna launamyndun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera og háskólamenntaðra starfsmanna á almennum vinnumarkaði.
  Í byrjun er dregin upp mynd af vinnumarkaði og samanburður gerður á opinberum og almennum markaði. Þá reynir höfundur að álykta um eðli launamyndunar almennt út frá markaðslögmálum og sögulegri þróun. Skoðað verður hvernig launamyndun ætti fræðilega að vera og svo hvernig hún er í raun. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunni: „Borgar það sig fyrir háskólamenntaða að vinna hjá hinu opinbera frekar en á almennum vinnumarkaði?“. Á Íslandi hefur því hinsvegar víða verið haldið fram að starfsmenn hjá hinu opinbera hafi lægri laun en starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Á þeim forsendum er sett fram sú tilgáta að þegar horft sé til launa á Íslandi þá borgi það sig ekki fyrir háskólamenntaða að vinna hjá hinu opinbera frekar en á almennum vinnumarkaði.
  Í rannsóknum sem gerðar hafa verið á launamyndun opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði í Evrópu virðist mynstrið oft vera þannig að karlmenn hafi hærri laun á almenna markaðnum á meðan konur hafi hærri laun hjá hinu opinbera. Þetta kemur m.a. fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið í Þýskalandi (Dustmann & Soest, 1997; Jürges, 2002; Melly, 2002), Bretlandi (Rees & Shah, 1995; Disney & Gosling, 1998 ) og Póllandi (Adamchik & Bedi, 2000). Kynjahlutfall ríkisstarfsmanna á Íslandi var 64% konur og 36% karlar árið 2013. Þetta gæti verið ein birtingarmynd þess að málum sé eins háttað á Íslandi og það borgi sig fyrir konur frekar en karla að vinna hjá hinu opinbera.
  Í rannsókn þessari kemur glögglega í ljós að opinberir starfsmenn á Íslandi hafi meiri vinnuhlunnindi eða réttindi heldur en starfsmenn á almennum markaði. Þá sérstaklega þegar kemur að rétti til launa í veikindum og uppsöfnun orlofsdaga. Höfundi hefur hinsvegar ekki tekist að sýna fram á að starfsmenn á opinberum markaði hafi lægri laun en starfsmenn á almennum markaði.

Athugasemdir: 
 • Aðgangur lokaður til 1.1.2016 með leyfi deildarforseta hagfræðideildar.
Samþykkt: 
 • 19.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Launamyndun opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði - Lokaútgáfa.pdf790.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna