is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19815

Titill: 
 • Atferlisfjármál. Áhrif atferlisfjármála á ákvarðanir fjárfesta á Íslandi
 • Titill er á ensku Behavioral finance. The impact of behavioral finance on Icelandic investors
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Áhugi á atferlisfjármálum hefur farið vaxandi síðustu ár þar sem athygli manna hefur beinst að þeim hluta fjármálakerfisins sem fylgir ekki helstu líkönum hagfræðinnar. Atferlisfjármál fjalla um huglægt mat manna við ákvarðanatöku og hvað það er sem getur haft áhrif á þær ákvarðanir. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir helstu kenningum atferlisfjármála, svo sem væntingakenninguna (e. Prospect theory), þar sem fjallað er um væntingar manna og borið er saman hvernig þeir meta virði hluta annars vegar þegar þeir þegar von er á tapi og hins vegar þegar von er á góða. Einnig er fjallað um kenninguna um upplýsingavinnslu(e. Information processing) sem snýr að því hvernig spáskekkjur myndast þegar horft er til framtíðar, horft er til ofmetnaður þar sem skoðað er hvernig einstaklingurinn metur sjálfan sig í samanburði við aðra og einnig hvað hann telur sig geta verið nákvæman í svörum sínum. Þá er rætt um leiðsagnaregluna (e. Heuristic) þar sem skoðað er hvernig skekkjur myndast vegna tiltækireglunnar (e. Availability heuristic) ásamt því að farið er ítarlega í samræmisregluna (e. Representativeness heuristic). Einnig er fjallað um festihrif (e. Anchor and adjustment) þar sem reynt er að binda svör þátttakenda við ákveðna fyrirfram gefna tölu. Framsetning (e. Framing) hefur einnig mikil áhrif á ákvarðanir þar sem það skiptir megin máli hvernig hlutum er komið fram.
  Í niðurstöðunum verða íslenskar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið af fræðimönnum.
  Helstu rannsóknir atferlisfjármála, sem framkvæmdar voru erlendis, eru bornar saman við rannsóknir á Íslandi til að öðlast mynd af því hvernig Íslendingar byggja sínar ákvarðanir.
  Erfitt er að segja hvort þessar niðurstöður eru marktækar. Það kemur í ljós að hægt er að segja án mikillar vissu, þar sem þýðið var smátt, að hugsunarháttur Íslendinga helst í hendur við erlenda jafningja þeirra.

Samþykkt: 
 • 19.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atferlisfjármál, Áhrif atferlisfjármála á ákvarðanir fjárfesta á Íslandi .pdf807.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna