is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19817

Titill: 
  • Fjarvistir: Rannsókn á viðhorfum stjórnenda til fjarvista
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklir fjárhagslegir hagmunir fyrirtækja geta verið í húfi fyrir atvinnurekendur vegna launagreiðslna í veikindum. Mikilvægt er því að skoða hvernig íslenskir stjórnendur telja sig í stakk búnir til að takast á við þennan þátt í stjórnun fyrirtækja sinna.
    Markmið rannsóknarinnar er því að varpa ljósi á veikindafjarvistir fyrirtækja orsakir, umfang og hvernig hægt sé að draga úr þeim. Könnuð voru viðhorf stjórnenda til fjölmargra þátta sem tengjast veikindafjarvistum og að auki var skoða hvaða aðferðum fyrirtæki beita til þess að draga úr veikindafjarvistum.
    Rafrænn spurningalisti var lagður fyrir 313 forstjóra, framkvæmdastjóra, mannauðstjóra eða aðra stjórnendur íslenskra fyrirtækja í júlí og ágúst 2014. Alls svöruðu 157 aðilar spurningalistanum. Spurningalistin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn innihélt bakgrunnspurningar. Annar hlutinn var um almenn viðhorf til veikindafjarvista og þriðji hlutinn fjallaði um hvernig stjórnendur mátu sitt eigið fyrirtæki.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að 55% stjórnenda telja almennt að fjarvistir séu vandamál á meðan 17% telja svo ekki vera. 33% fyrirtækja hafa það sem mælanlegt markmið að draga úr fjarvistum. Fyrirtækin sem svöruðu könnuninni virðast beita fjölbreyttum aðferðum til að draga úr fjarvistum en samtöl við starfsmenn sem eru mest fjarverandi var oftast nefnd. Nákvæmlega helmingur fyrirtækjanna telja sig búa yfir nægri þekkingu til að takast á við fjarvistir innan síns fyrirtækis.

Samþykkt: 
  • 19.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúinn.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna