is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19818

Titill: 
  • Skilvirkni gjaldeyrishafta Íslands. Rannsökuð virkni hafta á Íslandi 2008-2013
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að meta hvort gjaldeyrishöftin á Íslandi hafi virkað, séu skilvirk. Til að meta virkni þeirra voru ýmis rannsóknaratriði tínd til og rannsökuð. Þau atriði voru fjármagnsflæði og samsetning fjármagnsinnflæðis, stöðugleiki á gjaldeyrismarkaði en undir það rannsóknaratriði féll raungengi og gengi krónu á móti evru. Hin atriðin eru sjálfstæði peningastefnunnar, traust, aflandsgengi, verðbil, vextir og vaxtamunur á milli innlendra og erlendra landa. Skilgreindar voru breytur fyrir hvert atriði og rannsökuð þróun þeirra fyrir og eftir gefin tímabil til dæmis eins og fyrir og eftir innleiðslu hafta. Það var gert með því að skoða meðaltal og staðalfrávik gagna og setja gögnin myndrænt fram. Niðurstöður voru þær að það tókst að hemja fjármagnsútflæði, sér í lagi eftir herðingu hafta og að breyta samsetningu fjármagnsinnflæðis þannig að það fengi lengri líftíma innanlands. Stöðugleiki á gjaldeyrismarkaði jókst, sjálfstæði peningastefnunnar náðist, mikið traust endurheimtist, munur skapaðist á milli álands- og aflandsgengis og enn frekar eftir herðingu hafta, verðbil kaups- og sölugengis breikkaði, vextir lækkuðu, sem og vaxtamunur innlendra og erlendra vaxta minnkaði. Í samanburði við önnur tilvik þar sem gripið var til gjaldeyrishafta, sem fjallað var um í ritgerðinni, virtist Ísland kom vel út. Niðurstaðan er sú að sterkar vísbendingar eru þess efnis að höftin hafi virkað og þau hafi virkað enn betur eftir að höftin voru hert haustið 2009.

Samþykkt: 
  • 19.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_Húni_Jóhannesson.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna