is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19821

Titill: 
 • Uppljóstranir hjá opinberum stofnunum: Falskt öryggi eða gagnsæi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er uppljóstranir (e. whistleblowing). Uppljóstrun er ekki nýtt hugtak en undanfarinn áratug hefur borið æ meira á málum sem varða uppljóstranir, bæði á Íslandi og erlendis. Mikilvægt er að stjórnendur hafi skýra verkferla ef sú staða kemur upp að ábendingar um misferli berist fyrirtækjum eða stofnunum.
  Farið verður yfir kenningar þeirra Richard T. DeGeorge og Michael Davis sem eru hvað þekktastir fyrir áhuga sinn á uppljóstrunum. Umræðan um siðferði er óumflýjanleg þegar kemur að uppljóstrun og verður því til umfjöllunar. Því næst verður farið yfir helstu lög sem eru hvað þekktust fyrir að vernda þá sem hafa komið ábendingum um ámælisverða háttsemi á framfæri og varða almannahagsmuni.
  Aðal efnistök ritgerðarinnar eru að skoða meðferð ábendinga til opinberra stofnana og er athyglinni beint sérstaklega að ytri uppljóstrunum. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Eru ábendingar um misferli að veita falskt öryggi eða eru þær gagnsæjar? Til að svara rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl við fimm aðila sem allir starfa hjá opinberum stofnunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í meðferð ábendinga hjá opinberum stofnunum hér á landi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að betur má gera í meðferð ábendina. Þá virðist efnahagshrunið hafa haft áhrif á úrvinnslu ábendinga. Starfsmönnum hefur fækkað á síðustu tímum vegna kröfu um sparnað í rekstri og einnig virðist sem ferli stofnananna sé ekki nægilega markvisst.

Samþykkt: 
 • 19.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris_Georgsdóttir_lokaeintak.pdf639.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna