is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19824

Titill: 
 • Kostun til vörumerkjauppbyggingar. Samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ólympíufjölskyldunnar
 • Titill er á ensku Brand building through sponsorship
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftir því sem erfiðara verður að aðgreina sig á markaði með framúrskarandi þjónustu og tæknilegum eiginleikum hefur samhliða átt þér stað þróun í markaðs- og kynningarstarfi fyrirtækja. Nú í ríkara mæli en áður leggja markaðsdeildir fyrirtækja meiri áherslu á táknræna og tilfinningalega eiginleika vörumerkis sem geta af sér sálræn tengsl viðskiptavina við vörumerkið með því m.a. að notast við hugrenningatengsl. Ein af aðferðum til þess að mynda hugrenningatengsl er kostun íþrótta og menningar, svo og að sinna samfélagslegri iábyrgð en slíkt getur reynst vel til uppbyggingar vörumerkjavirðis.
  Icelandair, Íslandsbanki, Sjóvá og Valitor hafa öll stutt við bakið á ÍSÍ um langt skeið. Hinn 28. desember 2013 var samstarfssamningur ÍSÍ og þessara fyrirtækja, sem myndað hafa Ólympíufjölskylduna, endurnýjaður.
  Markmið verkefnisins var að meta hvort kostun ÍSÍ henti fyrirtækjunum í Ólympíufjölskyldunni til vörumerkjauppbyggingar. Framkvæmd var rannsókn í tveimur hlutum. Annars vegar var eigindleg rannsókn þar sem notast var við hálfopin viðtöl og rætt við markaðstjóra eða vörumerkjastjóra fyrirtækjanna og framkvæmdastjóra ÍSÍ og hins vegar megindleg rannsókn sem ætlað var að kanna viðhorf starfsmanna Ólympíufjölskyldunnar til aðildar síns fyrirtækis að samstarfinu. Könnunin var lögð fyrir póstlista starfsmanna og fengust 339 þátttakendur.
  Helstu niðurstöður gáfu til kynna að samstarf við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hentaði í öllum tilvikum fyrirtækjunum í Ólympíufjölskyldunni að einhverju leyti. Jafnframt kom það fram að aðferðir fyrirtækjanna við nýtingu samstarfsins í sínum markaðsðgerðum voru mjög fjölbreytilegar og sama má segja um hversu mikið samstarfið er nýtt. Starfsmenn voru almennt séð sammála því að samstarfið hentaði þeirra fyrirtæki til vörumerkjauppbyggingar. Munur var þó milli fyrirtækja þegar spurt var hvort samstarfið hefði góð áhrif á ímynd fyrirtækisins.

Samþykkt: 
 • 19.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð-lokaskjal.pdf917.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna