en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19831

Title: 
 • Title is in Icelandic Afdrif fólks sem fengið hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Eftirfylgd og áhrifaþættir
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Árið 1997 var gerð rannsókn á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík á aðstæðum einstaklinga sem höfðu fengið fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins í a.m.k. 8 mánuði á 24 mánaða tímabili áður en rannsóknin hófst. Sambærilegar rannsóknir voru einnig framkvæmdar á hinum Norðurlöndunum. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á aðstæður þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins til lengri tíma og bera saman við aðstæður sambærilegs hóps á hinum Norðurlöndunum. Um var að ræða megindlega rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir 101 einstakling.
  Rannsóknin sem hér er kynnt hefur það að markmiði að kanna afdrif þeirra einstaklinga sem tóku þátt í rannsókninni 1997. Spurt er um andlega og líkamlega heilsu og skoðað hvaða áhrif menntun, atvinnuþátttaka og félagsleg virkni hafa haft á stöðu og fjárhagslegt sjálfstæði. Við gagnaöflun var megindlegri rannsóknaraðferð beitt og spurningalisti lagður fyrir þátttakendur í viðtali. Alls svöruðu 24 einstaklingar og svarhlufallið var 48%.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að 12,5% hópsins voru viðtakendur fjárhagsaðstoðar þegar rannsóknin var framkvæmd árið 2009 en alls fengu 37,5% þátttakenda aðstoð frá félagsþjónustunni á tíma rannsóknarinnar. Fjórðungur þátttakenda er launþegar eða sjálfstætt starfandi. Tæplega 60% þátttakenda eru metnir til 75% örorku eða eru sjúklingar. Heilsa þeirra sem enn njóta félagsþjónustu er verri en þeirra sem ekki gera það og vísbendingar eru um að andleg og líkamleg heilsa þeirra sem hafa verið viðtakendur fjárhagsaðstoðar sé mun verri en Íslendinga almennt. Niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna og greininga á heilsu þeirra einstaklinga sem eru viðtakendur fjárhagsaðstoðar og benda til að þörf sé fyrir markvissari samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu.
  Lykilorð: Fjárhagsaðstoð, félagsþjónusta, mann- og félagsauður, virkni, heilsa, líðan og lífsgæði

Accepted: 
 • Sep 22, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19831


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristjana Gunnarsdóttir.pdf2.16 MBOpenHeildartextiPDFView/Open