is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19833

Titill: 
  • Skipulag íþróttamála. Getur íþróttahreyfingin gert betur?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er skipulag íþróttamála á Íslandi borið saman við fræðilega umfjöllun um skipulag almennt og því lýst hvernig starfsemi íþróttahreyfingarinnar gæti verið háttað svo hún skili sem best tilgangi sínum. Sýnt er fram á að óverulegar breytingar á skipulagi íþróttahreyfingarinnar bæti bæði skipulag og verkaskiptingu íþróttasamtakanna. Á sama tíma og staðinn yrði vörður um kjarnafærni íþróttastarfsins þá fengi Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) nýtt hlutverk sem lýðheilsu- og æskulýðssamtök. Að sama skapi yrði hreyfingin betur í stakk búin til að takast á við kröfur nútímans um fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Brýnt er að gera öllum ljóst hver nauðsyn breytinganna er og fá réttan aðila í innleiðingu skipulagsbreytinganna þar sem að ekki má missa sjónar af breytingasýninni. Til að tryggja betur framfylgd stefnumála þá er áhersla lögð á styrkari stöðu sérsambanda og íþróttahéraða. Forsenda skipulagsbreytinganna er að öll íþróttafélög séu aðilar að Íþrótta- og Ólympíu Íslands (ÍSÍ) og UMFÍ.
    Beitt er aðferðafræði raundæmisrannsókna þar sem megind- og eigindlegar rannsóknaraðferðir eru nýttar til að varpa upp sem bestri mynd af stöðunni. Þróun á skipulagi íþróttamála hérlendis er lýst auk þess sem að gefin er innsýn í starfið á Norðurlöndunum. Því er lýst hvernig virði verður til í íþróttastarfinu og hvar helstu styrk- og veikleikar hreyfingarinnar liggja. Skyggnst er inn í framtíðina með hjálp tveggja rýnihópa sem benda á skipulagsbreytingar til batnaðar en athygli vekur að hvorugur hópanna bendir á núverandi skipan mála sem framtíðarskipulag íþróttahreyfingarinnar.

Samþykkt: 
  • 23.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms. ritgerð.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna