Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19835
Ritgerðin er reynslusaga nýsköpunarfyrirtækis og fjallar um þær þrautir sem verða á leið fyrirtækisins að koma vöru frá því að vera á hugmyndarstigi inn á alþjóðlegan markað. Leitast er eftir því að bera saman reynslusögu fyrirtækisins Reykjavik Eyes við framsettar kenningar um vöruþróun og uppbyggingu á vörumerkjum.
Reykjavik Eyes er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á gleraugum. Markmið fyrirtækisins er að hanna og þróa nýja tegund af gleraugnaumgjörðum sem eru léttari, sterkari og endingarbetri en þær sem finnast á markaðnum í dag. Gleraugun eru ýmist úr einu stykki, án samskeyta og suðupunkta, eða með hjörum sem eru án skrúfa. Þessir eiginleikar eru nýjung á markaði. Því er fyrirtækið skilgreint sem nýsköpunarfyrirtæki.
Fyrsti hluti ritgerðarinnar felur í sér viðskiptaáætlun Reykjavik Eyes. Í þessum kafla er fyrirtækið kynnt lesendanum samkvæmt hefðbundinni uppbyggingu viðskiptaáætlana. Tilgangur viðskiptaáætlana er að ná betri yfirsýn yfir verkefnið, sem er á dagskrá, og mat á möguleikum og áhættum verður raunsærra. Viðskiptaáætlun er einnig ákjósanlegt verkfæri til að ná athygli fjárfesta og/eða lánveitenda.
Í öðrum hluta ritgerðarinnar er leitast við að bera saman fræðilegt efni um vöruþróun og raunveruleg dæmi og reynslusögur frá vöruþróunarferli Reykjavik Eyes. Tilgangurinn er einnig að sjá hvort eitthvað hefði mátt betur fara í vöruþróunarferli Reykjavik Eyes, læra af reynslunni og sjá hvort eitthvað í fræðunum stangist á við raunveruleikann eða sé ef til vill ekki framkvæmanlegt.
Þriðji og síðasti hluti ritgerðarinnar snýr svo að uppbyggingu vörumerkja. Vel upp byggð vörumerki eru verðmætasta eign fyrirtækja. Vörumerking er leið til þess að aðgreina og skilgreina vörur frá vörum annarra. Vörumerkjauppbygging er það að stjórna skynjun, tilfinningum og öðrum þáttum sem áhrif hafa á neytendur gegnum vörur fyrirtækja eða þjónustu. Góð stjórnun á þessum áhrifaþáttum og næmni gagnvart því að vita hvað það er sem viðskiptavinurinn vill hverju sinni er lykillinn að sterkum vörumerkum.
This master thesis analyzes the experience of a start-up company and the challenges it faces during the development of an idea throughout to taking a product to an international market. We compare the experience of the company Reykjavik Eyes to existing theory on product development and brand building.
Reykjavik Eyes is a company that specializes in the production of eyewear. The company´s objective is to design and develop new types of frames that are lighter, stronger, and longer lasting that the ones currently in the market. Some of the frames are made of a single piece of material, without joints and weldings, or with hinges that are without any screws. This is a business innovation to the market and therefore the company is considered a start-up.
The first part of the thesis presents the business plan of Reykjavik Eyes. The company is introduced using a traditional structure of business plan. The purpose of business plans in general is to have a better overview of the project and they enable more realistic estimations of the opportunities and risk factors. A business plan is also an effective tool to catch investors’ and lender’s attention.
In the second part of the thesis the theory on product development is compared to real examples and the product development process in Reykjavik Eyes. The purpose is to idendify possible improvements on the product development process in Reykjavik Eyes, what can be learnt, and identify which parts of the theory are not realistic or infeasible to implement.
The last part of the thesis is on brand building. A well built brand is one of the most valueable assest of a company. Branding is a way to generate segregation among products. Brand building is a tool that companies can use to manage the experience, feelings and other impacts their products or services have on consumers. The key to strong brands is to manage their impacts effectively as well as understand the customer needs.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lovísa Ólafsdóttir.pdf | 3,98 MB | Open | Heildartexti | View/Open |