is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19836

Titill: 
  • Staðan á samtímaeftirlit og samtímaendurskoðun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa orðið á viðskiptaumhverfi fyrirtækja undanfarin ár. Með nútímatækni og samskiptamöguleikum hefur mikill hluti af starfsemi fyrirtækja færst yfir í rauntíma og ætti endurskoðun og innra eftirlit að vera þar á meðal þó svo það virðist ekki hafa náð að fylgja á eftir á sama hraða. Samkvæmt erlendum rannsóknum hafa orðið miklar breytingar á því hvernig endurskoðun og innra eftirliti er háttað í heiminum og þróunin er sú að það sé að færast meira yfir í rauntíma. Þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á stöðunni hérlendis var ákveðið að gera rannsókn á stöðu samtímaeftirlits og samtímaendurskoðunar á Íslandi. Tekin voru viðtöl við starfsmenn tíu fyrirtækja sem starfa á mismunandi sviðum og þeirra reynsla af notkun samtímakerfa könnuð. Helstu niðurstöður voru þær að þó nokkur fyrirtæki eru farin að nota töluvert samtímaeftirlit í sínum rekstri. Öll fyrirtækin er tóku þátt voru sammála um það að notkun samtímakerfa muni aukast í framtíðinni vegna mikillar hagræðingar í rekstri. Einnig töldu þau að störf endurskoðenda muni breytast í framtíðinni í kjölfarið.

Samþykkt: 
  • 24.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samtímaeftirlit.pdf448.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna