is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19840

Titill: 
  • Að sleppa tökunum í sköpunarferlinu : áhrif í myndmenntakennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar meistaraprófsrannsóknar var að skoða sjálfa mig á meðan ég upplifði sköpunarferlið frá hugmynd að lokaafurð. Viðfangsefnið var að þróa hugmynd, sem ég fékk að verki og vinna það í form endanlegrar afurðar sem var líkan og teikningar að verki til framleiðslu. Rannsóknin er starfendarannsókn og ég skoðaði hvernig ég sem einstaklingur lærði og þroskaðist á þessu ferðalagi og hvernig mér tókst að glíma við þær áskoranir sem urðu á vegi mínum. Ég hóf ferlið haustið 2012 og lauk vinnu við verkið og rannsóknina vorið 2014. Á sama tíma var ég að kenna myndmennt í grunnskóla og hef speglað mitt sköpunarferli í kennslunni og því sem nemendur mínir eru að gera. Mér fannst mikilvægt að fara í gegnum sköpunarferlið meðvituð um hvað felst í því til þess að skilja betur hvað mínir nemendur fara í gegnum svo ég eigi auðveldara með að hjálpa þeim að fara í gegnum sitt ferli. Helstu niðurstöður mínar voru þær að þegar ég leyfði mér að upplifa flæði og falla inn í sköpunarferlið tók sköpunar¬krafturinn völdin og leiddi mig áfram á nýjar brautir. Raunin var sú að miklar breytingar áttu sér stað í sköpunarferlinu og náði ég gegnum starfenda¬rannsóknarferlið að nýta mér það sem kennari. Mér tókst að yfirfæra til nemenda þekkingu mína og upplifun af frelsinu við að sleppa tökunum og leyfa sköpunarferlinu að taka völdin. Ég varð vör við meiri sköpun í kennslustundunum og fengu nemendur mínir tækifæri til þess að upplifa flæði og leyfa efninu að taka völdin. Viss hræðsla skapaðist hjá þeim í fyrstu en um leið fundu þeir frelsi þegar þeir leyfðu sér að sleppa takinu og uppgötva að það voru engar fyrir fram ákveðnar hugmyndir um verkið.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this study was to research myself in the creative process from ideation to closure. The process was to develop the idea to a model and drawings that were ready for production. The research is an action research where I look at how I as an individual learn and grow in the process of this journey and how I handled the challenges on the way. I began the work in the fall 2012 and both the research as well as the project finished the spring 2014. During this time I taught arts in a primary school and used my experience to reflect on my students work. I feel that it is important for me to go through the creative process of aware of the journey to get a better understanding of my students’ journey in their own creative work. The main findings show that once I allowed myself to let myself flow in the creative process I became a part of it and that led me in new directions. The fact is that the creation changed a lot during the research process and I was able to use that as a teacher. I was able to transfer my knowledge about how to let go and how the freedom of that allowed the flow of the creative process to take over. I became aware of more creativity in the classroom and my students got to experience the flow of letting the creative process take over. At first they became nervous about working in such a way, but at the same time experienced the freedom of letting go and realized that there were no predetermined ideas they had to adhere to about the project.

Samþykkt: 
  • 25.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.BHBG.pdf2.68 MBOpinnPDFSkoða/Opna