is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19848

Titill: 
  • Hermun framburðar í inntakslóni Laxárvirkjana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Laxá er lindá sem rennur úr Mývatni og því með nokkuð stöðugt rennsli en í henni eru þrjár sírennslisvirkjanir, Laxá I, II og III. Inn í Laxá rennur áin Kráká sem kemur sunnan af söndum og ber með sér mikinn framburð sem fer allur í gegn um virkjanir Laxár með viðeigandi rekstrar- og viðhaldstöðvunum. Ekki hefur fundist hentug lausn á þessu vandamáli þó margar hugmyndir hafi verið settar fram.
    Með þessu verkefni var ein þeirra þ.e. dýpkun á inntakslóni Laxár III til framburðarsöfnunar hermd með straumfræðiforritinu HEC-RAS auk skolunar á framburði úr fullu inntakslóni. Samkvæmt niðurstöðum hermunar virtist þörf á 3 m dýpkun lónsins til söfnunar á ársframburði, en áin ber með sér um 40-60.000 tonn/ári. Þá væri inntakslón með 2 m dýpkun með hálfs til eins árs líftíma en við 5 m dýpkun hefði það um 2 ára líftíma. Hermanir á skolun leiddu í ljós að 5 m breið botnloka þyrfti að vera í 99 m y.s., 10 m breið botnloka þyrfti að vera 101 m y.s. og 2,5 m breið botnloka þyrfti að vera í 96 m y.s. fyrir fulla skolun.
    Einhver óvissa var í niðurstöðum hermunar og þá helst við hermun á skolun en val á flutningsjöfnu hafði mikil áhrif á niðurstöðu hennar. Minni óvissa virtist vera í niðurstöðum hermunar á fyllingu en nánast allur framburður sem áin bar með sér settist í inntakslónið. Á heildina litið virðist dýpkun inntakslóns Laxár III vera fýsilegur kostur við lausn á framburðarvandamálum þar og full ástæða þykir að skoða hann betur.

Samþykkt: 
  • 29.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS HBJ - Hermun framburðar í inntakslóni Laxárvirkjana .pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna