is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19852

Titill: 
 • Verðmætasköpun úr affalli og útblæstri jarðvarmavirkjana. Greining á viðskiptahugmynd í samstarfi við geoSilica Iceland ehf.: Heilsudrykkur úr affallsvatni.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er verðmætasköpun úr affalli og útblæstri íslenskra jarðvarmavirkjana. Í stað þess að líta á affallsvatn og útblástur sem mengun og kostnað má nýta það til ýmissar framleiðslu eða ræktunar. Bætt nýting jarðhitaauðlindarinnar stuðlar jafnframt að aukinni samkeppnishæfni og sjálfbærni hennar auk þess að skapa verðmæti og störf.
  Í ritgerðinni er heildarumfang losunar á affallsvatni (skiljuvatni, þéttivatni og kælivatni) og útblæstri óþéttanlegra lofttegunda skoðað eftir virkjunum, en frá þeim sex jarðvarmavirkjunum sem starfræktar voru á árinu 2011 losuðust alls 206 milljón tonn af affallsvatni og 212 þúsund tonn af útblæstri. Einnig er gerð grein fyrir þekktum og minna þekktum aðferðum við nýtingu affallsvatns og útblásturs auk þess sem aðstæður til nýtingar affallstraumanna eru skoðaðar. Sveitarfélög hafa síðustu ár tekið frá lóðir í nágrenni jarðvarmavirkjana fyrir orkutengdan iðnað, þ.m.t. iðnað sem nýtir affallsvatn og útblástur virkjana. Alls hafa sveitarfélög tekið frá yfir 1.000 ha fyrir orkutengdan iðnað til viðbótar við iðnaðarsvæði sem sérstaklega eru skilgreind sem orkuvinnslusvæði í aðalskipulögum.

  Í lok ritgerðarinnar er viðskiptaáætlun sem unnin var fyrir sprotafyrirtækið geoSilica Iceland ehf. Þar er sýnt fram á raunhæfi þess að framleiða kísilríkan heilsudrykk úr skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar á arðbæran hátt.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis is value creation from wastewater and exhaust from Icelandic geothermal power plants. Wastewater and exhaust can be utilized in various production or cultivation instead of being disposed at high cost. The utilization results in more effective use of the geothermal resources and thereby increased competitiveness and sustainability of the resource in addition to creating value and jobs.
  This thesis outlines the scope of wastewater (separator water, condensate and cooling water) and exhaust, of non-condensable gases, overall discharge. In 2011, 206 million tons of wastewater and 212 thousand tons of exhaust were discharged by the six operating power plants. It also outlines known and lesser known utilization processes of wastewater and exhaust, and reviews conditions for utilization. In recent years municipalities have organized and allocated land for geothermal energy-related industries in the vicinity of geothermal power plants. In total municipalities have allocated over 1.000 ha of land for that purpose.

  At the end of this thesis production of a silica rich mineral drink from Hellisheiði power plant's separation water is demonstrated viable in a business plan. The business plan was made for and in cooperation with the start-up company geoSilica Iceland ehf.

Styrktaraðili: 
 • Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar
Samþykkt: 
 • 30.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-AS-PartI.pdf2.43 MBOpinnHluti IPDFSkoða/Opna
MS-AS-PartII.pdf1.89 MBLokaður til...01.01.2030Hluti IIPDF

Athugsemd: Hluti II er sjötti kafli ritgerðarinnar og jafnframt viðskiptaáætlun. Til að vernda viðkvæmar upplýsingar er hlutinn ekki ætlaður til opinberrar birtingar.