en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19863

Title: 
 • Title is in Icelandic PinFlo
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði lærir nemandinn ýmislegt gagnlegt. Hann lærir að forrita, reikna og þróa hugbúnað eftir flóknum en nytsamlegum ferlum. Þegar kemur að því að vinna heilt verkefni þarf hins vegar oft meira til en forritunarkunnáttu og gott skipulag. Oft þarf viðskiptaáætlun, grafískan hönnuð til að hanna útlitið og skjámyndirnar og teiknara til að teikna þær teikningar sem birta á í forritinu. Forritarar búa hins vegar sjaldan yfir þeirri kunnáttu sem þarf til að vinna verkefnið í heild sinni og því þurfa þeir gjarnan að ráða sérfræðinga til að sinna því sem þeir hafa ekki þekkingu á.
  Verkefnið snýst um að komast að því hvort forritari, sem hefur eingöngu þekkingu á forritun, getur nýtt sér námskeið og Internetið til að öðlast þekkingu á þeim þáttum sem nauðsynlegir eru til að búa til hugbúnað fyrir Android snjallsíma. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er dúkkulísuforrit og krefst þess því að teiknaðar séu töluverður fjöldi af teikningum ásamt myndvinnslu og grafík. Auk þessa var útbúin viðskiptaáætlun svo hægt væri að sækja um styrki til að fjármagna forritið og verður það að lokum gefið út í gegnum Google Play vefverslunina.
  Niðurstaðan var sú að forritari, sem hefur aldrei unnið viðskiptaáætlun eða sótt um styrki, hefur enga þekkingu á teikningum, hönnun né reynslu af Android hugbúnaðarþróun, getur lært það sem til þarf með því að nýta sér Internetið og stök námskeið. Hann getur því komist af án utanaðkomandi sérfræðinga með útsjónarsemi og með því að nýta þá þekkingarmiðla sem hann hefur aðgang að.

Accepted: 
 • Oct 1, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19863


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
PinFlo - MS - Hildur Sif Thorarensen 3.pdf5 MBOpenHeildartextiPDFView/Open