is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19882

Titill: 
  • Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi: Kortlagning kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi í málum þar sem meintur gerandi er 12-17 ára
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja einkenni kynferðisbrota á Íslandi framin af unglingum á aldrinum 12-17 ára. Til þess voru notuð gögn frá árunum 2006-2011 úr málum þar sem börn yngri en 18 ára höfðu í viðtali í Barnahúsi greint frá að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aldur meints geranda þekktur. Eftirtaldar breytur voru skoðaðar: aldur og kyn geranda, aldur og kyn þolanda, aldursmunur milli geranda og þolanda og tengsl milli þolanda og geranda. Málunum var skipt í undirhópa byggðum á þessum breytum. Einnig var skoðað hversu alvarleg brotin voru með því að skoða alvarleikastig brota, ásýnd brota, tíðni atburða og á hversu löngu tímabili brotin áttu sér stað. Algengast var að um eitt alvarlegt brot var að ræða og var þolandi í flestum tilfellum stúlka en þegar einkenni kynferðisbrota ýmissa hópa voru borin saman kom í mörgum tilfellum í ljós marktækur munur á einkennum brotanna. Til að varpa ljósi á bakgrunn unglinga sem beitt hafa kynferðislegu ofbeldi voru skoðaðar upplýsingar sem fengnar voru í áhættumati unglinga sem vísað hafði verið í meðferð hjá Barnaverndarstofu vegna þess að þau höfðu beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnt óviðeigandi kynhegðun. Skoðaðar voru heimilisaðstæður, hegðunarvandi, félagslegur vandi, vandi í skóla og fyrri greiningar og kom í ljós að vandi var algengur á mörgum sviðum og einnig voru fyrri greiningar algengar. Um var að ræða gögn frá árunum 2009-2011. Niðurstöður rannsóknarinnar samsvara að mestu því sem komið hefur fram í erlendum rannsóknum og benda til að mikilvægt sé að taka tillit til aldurs og kyns bæði þolanda og geranda, til aldursmunar milli þolanda og geranda og tengsl þolanda og geranda þegar rannsökuð eru kynferðisbrot unglinga sem samsvarar ályktunum Seto og Lalumière (2010).

Samþykkt: 
  • 4.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RanveigTausen_Cand.psych_lokaverkefni_Skemman.pdf849,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna