is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19884

Titill: 
  • Grafið eftir gulli. Góði hirðirinn og endurnýting í íslensku samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um Góða hirðinn og endurnýtingu í íslensku samfélagi. Í ritgerðinni er leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir versla í Góða hirðinum? Hvað kaupir fólk í Góða hirðinum? Hvers vegna verslar fólk í Góða hirðinum? Til þess að svara rannsóknar-spurningunum aflaði ég minna eigin gagna með notkun eigindlegra rannsóknaraðferða í formi viðtals, spurningalista, vettvangsrannsókna og spurningaskráar. Viðtalið tók ég við starfsmann Sorpu, sem situr jafnframt í verslunarstjórn Góða hirðisins, og spurningalistann sendi ég fyrrum starfsmanni Góða hirðisins í tölvupósti þar sem að hann býr úti á landi. Spurningaskránna, sem var aðeins ætluð viðskiptavinum verslunarinnar, gerði ég aðgengilega á Internetinu og fékk alls svör frá 190 manns. Þau gögn sem ég safnaði sjálf eru frumheimildir rannsóknarinnar og til þess að varpa ljósi á þær eru þær greindar í samræðu við fræðilegar rannsóknir á sviði efnismenningar og neysluhegðunar. Ritgerðin skiptist í þrjá kafla, auk inngangs og niðurlags. Í innganginum er efni ritgerðarinnar kynnt og farið er yfir rannsóknarsögu þess á Íslandi. Þar er jafnframt fjallað um þær rannsóknaraðferðir sem notast var við við gerð rannsóknarinnar og helstu rannsóknir sem ritgerðin á í samræðum við kynntar. Í fyrsta kafla er fjallað um nytjamarkaði á Íslandi með sérstaka áherslu á verslunina Góða hirðinn og viðskiptavini hennar. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er fjallað um þá muni sem seldir eru í Góða hirðinum. Í þriðja kafla ritgerðarinnar er fjallað um hvers vegna fólk verslar í Góða hirðinum. Ritgerðinni lýkur með niðurstöðukafla þar sem teknar eru saman helstu niðurstöður rannsóknarinnar og rannsóknarspurningum hennar svarað.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Góði hirðirinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og líkist hefðbundnum verslunum æ meir. Helsta ástæðan fyrir því eru auknar kröfur viðskiptavina verslunarinnar um bætt hreinlæti, betra skipulag og meiri fagmennsku. Upphaflega var verslunin hugsuð sem andóf gegn neyslubrjálæði samtímans og aðstoð við bágstatt fólk en með auknum vinsældum verslunarinnar hefur verð munanna sem þar eru seldir hækkað og verslunin því breyst í verslun fyrir millistéttina án þess að tekið sé tillit til þeirra einstaklinga sem berjast í bökkunum og treysta á Góða hirðinn sem ódýra verslun. Þó verslar fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins enn í versluninni og segja má að kúnnahópur Góða hirðisins sé jafn fjölbreyttur og vöruúrval verslunarinnar. Smekkur fólks og verðmætamat þess er misjafnt og því sækjast viðskiptavinir Góða hirðisins eftir ólíkum munum af ólíkum ástæðum en flestir eiga það þó sameiginlegt að fara í verslunina í von um að finna einhvern gullmola.

Samþykkt: 
  • 6.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf94.85 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Góði hirðirinn og endurnýting í íslensku samfélagi.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna