is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19890

Titill: 
 • Ummerki um Kötluhlaup í Remundargili og hlíðum Hafurseyjar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni voru loftmyndir skoðaðar ásamt könnun á jörðu niðri á þeim svæðum sem líklegust þóttu til að bera merki um jökulhlaup. Ummerki fundust í Remundargili og Hafursey og voru þau mæld og notuð til þess að reikna þverskurðarflatarmál þess vatns sem rann niður á þessum svæðum í Kötluhlaupi 1918. Þverskurðarflatarmálið var svo notað ásamt jöfnu Mannings til að áætla rennsli og straumhraða vatnsins sem rann í Kötluhlaupi 1918. Einnig var þverskurðarflatarmál reiknað í farvegi á milli Selfjalls og Hafursey og það notað til að finna rennsli og hraða vatnsins sem rann þar á milli. Gildin sem fengust fyrir það vatn sem rann niður Remundargil og framhjá Hafusey og gildin sem fengust fyrir farveginn á milli Selfjalls og Hafurseyjar voru svo borin saman til að finna hvort breyting á hraða hafi átt sér stað. Gildin sem fengust út frá mælingum gáfu að rennslið hafi verið um 1,5 milljón m3/s og rennslishraði hafi verið í kringum 50 m/s. Þessar tölur verða að teljast mjög ólíklegar og voru því notuð áður reiknuð gildi fyrir rennsli og þau notuð til að finna hraðabreytingu á vatninu.
  Þegar það var gert kom í ljós að hraði vatnsins jókst um 11% þegar það rann á milli Selfjalls og Hafurseyjar.

 • Útdráttur er á ensku

  In this research aerial photographs along with examination on the ground in areas that are considered likely to have traces of floodmarks made by the Katla jökulhlaup in 1918 were examined. Floodmarks were found in Remundargil and Hafursey so they where measured and used to calculate the profile area of the water that ran down in these areas. The profile area along with Manning‘s equation were then used to try and calculate the flow rate and the velocity of the water that ran in the 1918 jökulhlaup. The profile area of the area between Selfjall and Hafursey was also calculated to find out the flow rate and velocity of the water that flowed between these two mountains in attempt to find if there was any change in velocity. By using the measured profile area for calculations the Manning equation gave that the flow rate was around 1,5 million m3/s and that the velocity was around 50 m/s. These number are probably not accurate and give way to much flow rate and velocity. Instead previously measured flow rates were used to try and find if there was any change in velocity.
  This gave that the velocity increased by 11% when the water went between Selfjall and Hafursey.

Samþykkt: 
 • 7.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri Jón Sigurbjörnsson.pdf4.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna