is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19898

Titill: 
  • Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu 30 eininga lokaverkefni er viðfangsefnið gerð kennsluefni fyrir framhaldsskóla í þjóðfræði. Teknar eru fyrir þrjár stoðir þjóðfræðirannsókna: hefðir, efnismenning og sagnir. Í kennsluefninu er kynnt fyrir nemendu helstu þættir þessara þriggja stoða og um leið kynnt fyrir þeim þær rannsóknaraðferðir sem þjóðfræðin beitir öllu jafna í rannsóknum sínum. Meginmarkmið kennsluefnisins er að kynna fyrir nemendum fræðigreinina þjóðfræði og út á hvað hún gengur og jafnframt leiða þeim fyrir sjónir hversu víðfeðmt svið fræðigreinin spannar. Hluti þess er að nemendur skilji að þjóðfræði er bæði í fortíðinni og samtímanum og að allir tengjast þjóðfræði á einhvern hátt, einnig nemendur í framhaldsskólum.
    Skýrslan sem unnin var samhliða kennsluefninu útlistar á hvaða fræðilega grunni kennsluefnið byggir, bæði hvað varðar kennslufræðina sem og þjóðfræðina. Farið er meðal annars yfir tengingu kennsluefnisins við Aðalnámskrá og hvernig var tekið mið af henni við gerð efnisins. Hluti skýrslunnar er síðan hugsaður fyrir þá kennara sem vilja nýta sér efnið en hafa ekki bakgrunn í þjóðfræði. Fjallað er um hvern kennsluefniskafla fyrir sig og hvaða hugmyndir búa þar að baki.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir með prentaða eintakinu sem er varðveitt í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 9.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kennsluefni í þjóðfræði skýrsla.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Þjóðfræði hvað_Kennsluefnið.pdf4.88 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna