is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/198

Titill: 
 • Þróun á heilsu og líðan kvenna fyrir og eftir offituaðgerð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Heilbrigði er margþætt eintaklingsbundið hugtak sem er grundvallarþáttur í lífi hvers og eins og því erfitt að skilgreina. Í nútíma samfélagi hefur vitneskja um heilbrigða lífshætti stóraukist. Offita er stærsta heilbrigðisvandamálið sem vestrænar þjóðir standa frammi fyrir og er talin verða að heimsfaraldri samkvæmt alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO. Þeim einstaklingum sem þjást af offitu og hafa reynt árangurslaust að grennast stendur til boða að fara í offituskurðaðgerð sem felst í maga- og garnastyttingar hjáveitu eða gastric bypass.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þróun á heilsu og líðan kvenna fyrir og eftir offituaðgerð. Við gerð hennar var notuð megindleg aðferðafræði sem felur í sér kerfisbundna upplýsingasöfnun. Upplýsingum var safnað með Functional Health Pattern Screening Tool (FHPAST) skimunartæki sem inniheldur 58 spurningar.
  Þýði rannsóknarinnar voru 320 konur sem voru ýmist á biðlista fyrir offituaðgerð eða konur sem hafa farið í offituaðgerð. Úrtak rannsóknarinnar var alls 90 konur sem skiptust í þrjá jafnstóra hópa. Konur sem voru á biðlista fyrir offituaðgerð mynduðu einn hóp úr þýðinu. Hinir tveir hóparnir voru valdir með lagskiptu hentugleika úrtaki þar sem um var að ræða mislangt tímabil frá því konurnar höfðu farið í offitaðgerð. Svarhlutfallið var 49% þar sem einungis 44 konur tóku þátt í rannsókninni og því eru niðurstöður hennar ekki tölfræðilega marktækar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að munur er á heilsu og líðan kvenna fyrir og eftir offituaðgerð. Konur sem höfðu farið í offituaðgerð töldu sig vera almennt heilbrigðari heldur en konur sem voru á biðlista fyrir aðgerð. Einnig kom í ljós að konur sem voru á biðlista voru mun ósáttari við sjálfa sig, áttu oftar við andlega erfiðleika að stríða og fannst þær hafa minni stjórn á lífi sínu heldur en konur sem höfðu farið í aðgerð. Konur á biðlista voru síður úthvíldar og áttu erfiðara með að takast á við streituþætti heldur en hinar. Þær áttu líka oftar við líkamlegar takmarkanir að stríða ásamt því að finna oftar fyrir verkjum. Ekki kom fram munur á félagslífi þátttakenda.
  Lykilhugtök : Heilsa og líðan, heilbrigði, heilbrigðisviðhorf, sjálfsmynd, andleg-, líkamleg-, og félagsleg líðan, offituaðgerð.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
offita.pdf1.22 MBOpinnÞróun á heilsu og líðan kvenna fyrir og eftir offituaðgerð - heildPDFSkoða/Opna