is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19907

Titill: 
 • Gildi rafrænnar heilbrigðisþjónustu. Fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Um þessar mundir stendur íslenskt heilbrigðiskerfi frammi fyrir ýmsum áskorunum sem krefjast aðhalds og hagræðingar í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Meðal þeirra áskoranna eru að þjóðin er að eldast, samhliða greinast fleiri með langvinna sjúkdóma og þar af leiðandi eykst þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir benda til þess að búseta Íslendinga skiptir máli varðandi mat þeirra á heilbrigði og líðan þar sem niðurstöður sýna að fólk á landsbyggðinni býr við lakara heilsufar en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að þarna ríkir ójöfnuður og hefur heilbrigðisstarfsfólk skyldum að gegna við að finna leiðir til að minnka þennan ójöfnuð. Upplýsingatæknin er orðin gríðarlega mikilvæg og nær nauðsynleg í daglegu starfi heilbrigðisstarfsfólks. Þrátt fyrir þessa nauðsyn bendir margt til þess að heilbrigðiskerfið hér á landi geti nýtt betur kosti sem tæknin hefur upp á að bjóða.
  Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að greina og varpa ljósi á þekkingu um árangur og tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma, búsett í dreifbýli. Markmið er að auka þekkingu á sviðinu og að veita hjúkrunarfræðingum, öðru heilbrigðisstarfsfólki og stjórnendum heilbrigðismála upplýsingar um notagildi þjónustunnar fyrir þennan skjólstæðingahóp. Rannsókna var aflað úr viðurkenndum gagnagrunnum, aðrar heimildir fengust úr skýrslum, fræðigreinum og tölvupóstsamskiptum.
  Rafræn heilbrigðisþjónusta nær utan um alla upplýsinga- og fjarskiptatækni sem hefur áhrif á heilbrigðisþjónustuna. Markmið slíkrar þjónustu er að auka skilvirkni og stuðla að hagkvæmni innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir sýna að sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk er almennt jákvætt í garð slíkrar þjónustu og niðurstöður sýna að rafræn heilbrigðisþjónusta tengist bættu heilsufari fólks í dreifbýli með langvinna sjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir sýnt að nýta megi rafræna heilbrigðisþjónustu til að brúa þjónustubil milli fólks í dreifbýli og heilbrigðisstarfsfólks í þéttbýli. Þá eru nokkrar rannsóknir sem benda til þess að draga megi úr spítalainnlögnum sjúklinga og sýna að þjónustan er kostnaðarlega hagkvæm. Hjúkrunarfræðingar hafa mörgum hlutverkum að gegna í rafrænni heilbrigðisþjónustu og rannsóknir benda til þess að störf þeirra í þjónustunni geti bætt heilsufar skjólstæðinga þeirra. Með þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga eru þeir í lykilstöðu til að innleiða og efla rafræna heilbrigðisþjónustu hér á landi.
  Lykilorð: Rafræn heilbrigðisþjónusta, fjarlækningar, fjarhjúkrun, langvinnir sjúkdómar, dreifbýli, upplifun/reynsla, lífsgæði og kostnaður.

 • Útdráttur er á ensku

  Currently the Icelandic healthcare system faces various challenges that demand austerity and optimization. With an aging population one of those challenges is increased need of care for people with chronic diseases. This trend is directly related to increased life expectancy due to the advances in medical sciences and technology. Research indicates a correlation between Icelanders residence and their self-evaluation of health. It is also more likely that people in rural and remote areas experience poorer health than people living in or close to the capital region. It is the responsibility of health care professionals to find ways to limit this inequality. Information technology now plays a critical and near essential role in the everyday practice of health care professionals. Despite this essential role a lot points to that the Icelandic healthcare system is not making full use of these technologies. Information technology has been proven to be a useful tool in bridging the gap between people in rural areas and health service providers in urban areas.
  The intention of this literature review is to analyze and highlight the knowledge of successes and opportunities associated with eHealth for patients with chronic diseases living in rural areas. With the objective of furthering knowledge in the field of eHealth and to provide nurses and health care administrators with information on the useful applications of eHealth for this patient group. Research and studies were obtained from recognized databases, other references are from reports, scientific papers and e-mail communications.
  EHealth is a synonym for all information and communication technology that effects health care and the goal of eHealth is to optimize efficiency and effectiveness within the health care system. Research shows that patients and health care providers are overall positive towards such services and findings indicate the service linked to better health for people with chronic diseases living in rural areas. Research has indicated that eHealth is a useful tool in bridging the gap between people in rural areas and health service providers in urban areas. Some research also show that hospital admissions can be reduced and thus these services can be cost effective. Registred nurses have many roles to play in telemedicine and research has shown that their part in these services can better the health of their patients. With their knowledge and expertise they are in a key position to implement and advance telemedicine in Iceland.
  Keywords: eHealth/telehealth, telemedicine, telenursing, chronic disease, rural/remote area, experience, quality of life, cost effect.

Samþykkt: 
 • 13.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Guðný Einarsdóttir-ritgerð.pdf502.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna