is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19908

Titill: 
 • Titill er á ensku The Eldgjá lava flow beneath Mýrdalssandur, S-Iceland. Mapping with magnetic measurements
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  In this study the buried edge of the Álftaver lava flow below Mýrdalssandur is located with magnetic measurements. The Álftaver lava flow was produced in the Eldgjá eruption 934 AD, which is one of the largest flood lava eruptions in the last 1100 years. The lava flow was formed in several eruptive events during a 3-8 year period. Most recent volume estimates put it at ~18 km3. The lava followed rivers and gorges down to the lowlands of Álftaver, Landbrot and Meðalland and formed large lava fields called the Eldgjá lava flow. The lava fields raised the topography, dammed rivers and altered their flow pattern. Since the eruption sediments have accumulated at Mýrdalssandur from jökulhlaups coming from beneath the Kötlujökull glacier. At first the Álftaver lava was a barrier for jökulhlaups from flowing across it to the east. However, Mýrdalssandur built up quickly until the floods were able to flow over the Álftaver lava flow. Thus, a part of the lava flow is now buried beneath Mýrdalssandur.
  In total 14 magnetic profiles were measured with a proton magnetometer and GPS. The total length of the profiles measured is ~75 km. The measurements were conducted across previously determined, 1-15 km long profiles, lying approximately perpendicular to the edge of the lava flow. The measurements were for the most part performed on foot and partly by car. Measurements were done at 2 sec intervals where the total magnetic field in nT and the GPS position was measured. The principle aim of the survey was identifying changes in depth to magnetic sources. Segments of individual profiles with similar spacing of anomalies (spatial frequency) and anomaly amplitudes were identified visually on the profiles. Changes in spatial frequency were used to identify the location of the buried lava edge as well as lava ledges. Maximum depth to magnetic sources was estimated with the Peters half slope method.
  The measurements revealed the edge further to the west than previously assumed. The lava edge was found ~5 km east of Hafursey and ~8 km south of Rjúpnafell. Depth estimations reveal that the top of the lava edge lies at 10 m depth. The depth to the lava flow generally decreases towards the east and northeast with several exceptions. A couple of profiles show evidence of the Kriki hyaloclastite flow beneath the sand plain. The depth to the lava flow suggests that sediment accumulation on central and western Mýrdalssandur has been 4 – 5 km3 since the Eldgjá lava flow was emplaced. According to the magnetic measurements the area of the buried lava flow is 64 km2 and the volume of this buried lava is 1.4 +/- 0.3 km3. If this buried lava is added to previous estimates the area increases to 844 km2 and the volume becomes 19.7 km3. This underlines the size and the great importance of the Eldgjá eruption in Iceland’s geological history.

 • Í þessari rannsókn er jaðar Álftaver hrauns undir Mýrdalssandi fundinn og staðsettur með segulmælingum. Álftaver hraunið myndaðist í Eldgjárgosinu sem talið er hafa hafist árið 934 og er eitt af stærstu flæðigosum sem þekkt eru á síðustu 1100 ár. Hraunið myndaðist í nokkrum goshrinum á 3-8 ára tímabili. Hraunið hefur verið metið um og yfir 18 km3. Hraunið flæddi um árdali og gljúfur niður á láglendið í Álftaveri, Landbroti og Meðallandi og myndaði þar stórar hraunbreiður sem kallast Eldgjá hraun. Hraunbreiðurnar hækkuðu landslagið, stífluðu ár og breyttu flæðamynstri þeirra. Mikið set úr jökulhlaupum undan Kötlujökli hefur sest til á Mýrdalssandi síðan Eldgjárhraunið rann. Eftir gosið myndaði Álftavers hraunið fyrirstöðu fyrir hlaupin en Mýrdalssandur byggðist fljótt upp og hlaupin fóru að flæða yfir hraunið og kaffæra hluta þess í sandi. Hraunjaðar Eldgjárhrauns hefur því verið á reiki á jarðfræðikortum í gegnum tíðina. Vesturbrún hraunsins á köflum verður einungis fundin með jarðeðlisfræðilegri könnun.
  Fjórtán segulsnið voru mæld á Mýrdalssandi með sjálfvirkum róteinda segulmæli og GPS. Heildarlengd sniðanna er ~75 km. Mælt var í fyrirfram ákveðnum, 1-15 km löngum sniðum, sem liggja því næst hornrétt á hraunjaðarinn. Mælingarnar fóru mest megnis fram gangandi en að hluta til á bíl. Mælingar voru teknar á 2 sek fresti þar sem heildar segulsvið í nT var mælt og staðsetning ákvörðuð með GPS. Megin áhersla rannsóknarinnar var að greina breytingar á dýpi niður á segulmagnað berg. Við greiningu gagnanna var sniðunum sjónrænt skipt í hluta þar sem hver hluti einkenndist af svipaðri sveifluvídd. Breytingar í sveifluvídd voru talin merki um hraunjaðar eða stall í hrauninu. Hámarksdýpt var síðan metin með reglu Peters.
  Segulmælingarnar sýndu að vesturbrún Eldgjárhrauns liggur mun vestar en fyrr hefur verið talið. Hraunjaðar Álftaver hrauns kemur fram ~5 km austur af Hafursey og ~8 km suður af Rjúpnafelli. Dýptarákvarðanir á segulsniðunum sýna að efri hluti hraunjaðarins liggur á um 10 m dýpi. Dýpi niður á hraunið minnkar til austurs eða í átt að hinum sýnilega hraunjaðri með nokkrum undantekningum. Tvö snið gáfu vísbendingar um Krika hraunið undir sandinum. Upphleðsla sets á mið- og vestur hluta Mýrdalsands er metin sem 4 – 5 km3 síðan Eldgjárhraunið rann. Samkvæmt segulmælingunum er flatarmál hraunsins undir Mýrdalssandi 64 km2 og rúmmálið 1.4 +/- 0.3 km3. Séu þessar tölur lagðar við fyrra mat, fæst að heildarflatarmálið er 844 km2 og rúmmálið 19.7 km3 sem undirstrikar enn frekar stærð og mikilvægi eldgossins í jarðsögu Íslands.

Samþykkt: 
 • 13.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrúnSif_MSc_thesis_13okt.pdf8.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna