is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19909

Titill: 
 • Uppsetning námsumhverfis og hönnun námsefnis í upplýsingatækni í 10. og 11. bekk við alþjóðlegan skóla í Portúgal
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni til M.Ed.-prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands vegur 30 einingar (ECTS) og er tvíþætt. Annars vegar felst það í hönnun námsefnis og uppsetningu námsumhverfis í Moodle til stuðnings upplýsingatæknikennslu nemenda í 10. og 11. bekk í alþjóðlegum grunnskóla í Portúgal. Í 11. bekk sitja nemendur alþjóðlegt upplýsingatæknipróf
  sem kallast IGCSE ICT (International General Certificate for Secondary Education in (Information Communication Technology) og er mikilvægt fyrir nemendur að fá góða einkunn út úr prófinu. Námsefni sem til er hefur ekki gefið nógu góðar niðurstöður og þess vegna ákvað ég að hanna námsefni og setja fram í fjarkennslukerfinu Moodle til stuðnings við nemendur. Aðalnámsefnið eru myndbútar sem verða í opnum aðgangi fyrir alla á vefsetri YouTube, gagnvirk próf og hljóðskrár. Þessi námsefnisgerð gerir kleift að leggja upp kennsluaðferðir í anda blandaðs náms (e. blended learning) og vendikennslu (e. flipped classroom). Hins vegar felst verkefnið í samantekt greinargerðar þar sem rætt er um blandað nám, vendikennslu og um námsefnisgerðina. Námsefnið og uppsetning þess vega 20 einingar (ECTS) og greinargerðin 10 einingar (ECTS). Í greinargerðinni er sérstaklega fjallað um ástæður fyrir vali mínu á viðfangsefninu, bakgrunn minn og starf, netnám og stafrænt efni, kenningar, blandað nám og vendikennslu, undirbúning og gerð námsefnis, val á forritum til notkunar í tengslum við verkefnið, notkun á tengdu efni eins og opnu menntaefni og leyfi til almennra nota (e. creative commons licenses). Einnig er í greinargerðinni úttekt á helstu aðgerðum við gerð námsvefs og gagnvirkra prófa með námsumsjónarkerfinu Moodle og skjáupptökukerfinu Camtasia sem ég notaði við upptöku myndbúta. Stefnt er að því að námsvefurinn verði kominn í fulla notkun í september 2014.

Athugasemdir: 
 • Aðgangur að námsefni
  Opnið vefsíðuna: http://moodle.eialgarve.com/
  Veljið hlekkinn: Ano Letivo/School Year - 2013/2014.
  Veljið hlekkinn IGCSE Information Communication Technology Year 10 & 11.
  Smellið á hnappinn Log in as Guest og lykilorðið er IGCSE (hástafir).
Tengd vefslóð: 
 • https://moodle.eialgarve.com/course/view.php?id=4
Samþykkt: 
 • 13.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Greinargerd_AslaugBjorkEggertsdottir.pdf1.79 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna