Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19916
Þessi ritgerð fjallar um hönnun á nálavindivél fyrir fyrirtæki sem vinna við netagerð og netaviðgerðir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Veiðafæraþjónustna í Grindavík.
Nálavindivél er sjálfvirkur búnaður sem kemur í stað starfsmanns við vafningar á garni á þar til gerðum nálum sem notaðar eru við gerð fiskveiðineta.
Við hönnun eru teknar til greina tillögur til úrbóta sem samstarfsaðilar settu fram með það í huga að gera vélina eins skilvirka og viðhaldslitla og mögulegt þykir.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru grunnteikningar af nýrri nálavindivél sem hægt er að nýta til að hefja smíði og framleiðslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Nálavindivél BSc.pdf | 24,96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |