is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3661

Titill: 
  • Stjórnun sjúkrahúsa : aðferðir til að auka gæði og lækka kostnað
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðferðir til að auka gæði þjónustu og lækka kostnað eru veigamikill þáttur í stjórnun
    sjúkrahúsa. Lean, ein tegund gæðastjórnunar, hefur mætt þessum þáttum á sjúkrahúsum
    víðsvegar um heim. Grundvallaratriði Lean er fyrirtækjamenning þar sem vinna er skoðuð
    beint, sóun er útrýmt kerfisbundið, vinna er stöðluð, vandamál eru leyst á kerfisbundin hátt
    og fyrirtæki eru gerð að lærdómsfyrirtæki. Fræðilegar rannsóknir á efninu eru ekki margar
    og engar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á því hvaða aðferðir forstjórar sjúkrahúsa
    nota til auka gæði þjónustunnar og lækka kostnað.
    Tilgangur rannsóknarinnar sem hér er lýst var að fá innsýn í stjórnun sjúkrahúsa og dýpka
    skilning á aðferðum sem auka skilvirkni og gæði þjónustu á sjúkrahúsum. Rannsóknin
    leitar svara við því hvaða aðferðir stjórnendur á sjúkrahúsum á Íslandi nota og hvernig þær
    gagnist við að auka gæði þjónustu og lækka kostnað. Ítarlega er fjallað um hvað vinnist
    með aðferðum Lean á sjúkrahúsum og hvernig hentugt væri að standa að innleiðingu Lean
    á sjúkrahúsum.
    Aðferð rannsóknar var eigindleg og byggði á hálfstöðluðum sérfræðiviðtölum. Gögnum
    var safnað með samtölum við fjóra forstjóra sjúkrahúsa á Íslandi og framkvæmdastjóra yfir
    stefnumótun og gæðastjórnun á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í fjórum meginþemum. Fyrsta þemað snýr að forystu,
    annað að menningu, hið þriðja að stjórnunaraðferðum og fjórða að Alþingi og
    stefnubreytingum. Forstjórar sjúkrahúsa eru bundnir fjárlögum og tíðum stefnubreytingum
    í pólitík sem getur torveldað þeim langtíma stefnumörkun. Forstjórar sjúkrahúsa nota
    blandaðar aðferðir við stjórnun. Þeir nefna Balanced Scorecard, New Public Management
    og Landspítalamódelið. Viðmælandi frá Háskólasjúkrahúsinu í Lundi talaði um að nota
    Lean með góðum árangri. Gott upplýsingaflæði, virðing fyrir fólki, skipulögð vinnuferli og
    endurmenntun voru þættir sem viðmælendur töldu mikilvæga til að auka gæði þjónustu.
    Rafræn sjúkraskrá, sameiningar, uppsagnir og minni yfirvinna voru meðal þess sem
    viðmælendur töldu lækka kostnað.
    Helstu ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðunum eru þær að stjórnendur sjúkrahúsa
    þurfa að leiða með fordæmi og sýna að menning umbóta nái í efstu stöður. Vísindalegar
    stjórnunaraðferðir, aðferðir sem hafa þróast í áranna rás og hafa verið slípaðar til, og
    sannreyndar í fyrirtækjum við góðan orðstír eru stjórnunaraðferðir sem velja ætti í stjórnun
    sjúkrahúsa, Lean er gott dæmi um slíka aðferð.
    Lykilhugtök: Lean, umbætur, skilvirkni, gæði, menning, stöðlun, kostnaður, gæðastjórnun.

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
anna_maria_fixed.pdf2.96 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna