is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42537

Titill: 
  • Samskipti á vinnustað : hvernig taka stjórnendur í opinberum stofnunum annars vegar og einkafyrirtækjum hins vegar á neikvæðu umtali á vinnustað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einn af lykilþáttum til þess að skapa góða vinnustaðamenningu er að eiga í góðum samskiptum við samstarfsfélaga og að samskipti séu byggð á faglegum grundvelli. Þar sem samskiptavandi þekkist á flestum vinnustöðum eða jafnvel látinn viðgangast, er nauðsynlegt fyrir stjórnendur og starfsfólk að vera meðvitað um afleiðingar og alvarleika þess. Að stuðla að góðum starfsanda innan starfshópsins skiptir miklu máli, bæði fyrir starfsfólkið sjálft en ekki síður skipulagsheildina eins og hún leggur sig.
    Markmiðið með þessu verkefni er að varpa ljósi á hvernig stjórnendur í tveimur ólíkum skipulagsheildum takast á við neikvætt umtal á vinnustað en jafnframt að stuðla að jákvæðum og heilbrigðum samskiptum á vinnustað. Kveikjan að þessu verkefni kom vegna áhuga míns á stjórnun og hvað stjórnendur geti gert til þess að stuðla að góðum og heilbrigðum samskiptum en ég hef sjálf upplifað neikvætt umtal á vinnustað í nánasta umhverfi mínu í gegnum tíðina. Mikilvægi þess er meðal annars að bæta andlega og líkamlega heilsu starfsmanna. Heilsa starfsmanna er mikilvæg fyrir framleiðni skipulagsheildarinnar en ekki síður til þess að fjárfesta í góðum mannauð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stjórnendur úr bæði opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum hafa notast við sömu aðferðir til þess að minnka neikvætt umtal á vinnustað. Þó svo að verkferlar séu á einhvern hátt mismunandi milli skipulagseininganna þá er það teymisvinna og upplýsingagjöf sem stjórnendur telja að þurfi að vera í forgangi. Neikvætt umtal er fyrst og fremst samskiptavandi sem getur komið upp vegna ýmissa ástæðna en til þess að halda neikvæðu umtali í lágmarki þarf að skapa góða vinnustaðamenningu, halda starfsfólki upplýstu og vinna saman í teymum.
    Lykilorð: samskipti, neikvætt umtal, eitruð vinnustaðamenning, teymisvinna, upplýsingaflæði

Samþykkt: 
  • 13.7.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ViktoriaLifIngibergsdottir_BA_Lokaverk.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun óheimil að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.