is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6059

Titill: 
  • Skilgreining og takmarkanir landgrunns samkvæmt 76. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um tilkomu landgrunnsréttinda og samningu 76. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna sem markaði nýtt upphaf í hafrétti. Löggjafarvinna Sameinuðu þjóðanna við samningu hafréttarsamningsins, sem stóðu yfir í um níu ár eða frá 1973-1982, er skoðuð sérstaklega samsetning 76. gr. samningsins og ytri mörk landgrunns. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna náðist að setja saman grundvallar gildi í viðhorfum til alþjóðlegra hafsmála. Samningurinn náði að skilgreina ýmis hafsvæði, koma á réttindum og skyldum ríkja, setja fram alþjóðlegt hafsbotnsvæði þar sem sameiginleg arfleifð mannkyns var sett í forgang, skyldaríki til að vernda umhverfi hafsins og lausn deilu mála.
    Eitt umdeildasta málið á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var ytri mörk landgrunnsins. Landgrunnsréttindi strandríkja utan landhelgi eiga ekki það langa sögu en fram til ársins 1945 voru þau nokkuð skýr þó að hugtakið landgrunn væri ekki komið í ljós. Truman-yfirlýsingin markaði upphafið þar sem Bandaríkjamenn lýstu yfir lögsögu sinni og yfirráðum á öllu landgrunninu undan ströndum Bandaríkjanna.
    Fyrstu landgrunnsréttindi voru staðfest með Genfarsamningunum árið 1958 en þó voru engin mörk sett á fjarlægð ytri marka landgrunnsins en með því gátu ríki notfært sér auðlindir landgrunnsins eins mikið og geta þeirra leyfði á þeim tíma. Þessi samningur bauð því uppá ágreining varðandi réttindi alls mannkyns og því varð að koma á einhvers konar mörkum þ.e. hversu langt út þau skyldu ná og á hvaða lögmálum skyldi byggja.
    Margir studdu þá hugmynd að mörk skyldu sett á 200 sjómílna fjarlægðina til að falla að fyrirhugaðri efnahagslögsögu. Hér voru hins vegar breiðgrunnsríkin á móti því þar sem þau bentu á að Genfarsamningurinn um landgrunnið frá 1958 væri þegar í gildi og ætti því við um þau. Þrátt fyrir langar samningaviðræður á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna mættust fulltrúar á miðri leið og komust að niðurstöðu um tvær mismunandi tegundir ytri marka. Sú fyrri var byggð á fjarlægð en sú seinni á náttúrulegri framlengingu landgrunns. Fram kemur í 76. grein hafréttarsamningsins að ytri mörk landgrunns geti verið allt að 200 sjómílur en þegar ytri mörkin ná út yfir 200 sjómílna markið þá teljast þau ná út að ytri brún landgrunnsins

Samþykkt: 
  • 24.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Kristján Einir Traustason.pdf864.23 kBLokaðurHeildartextiPDF