is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20555

Titill: 
  • Ógilding vegna tilurðar samnings : sönnunarbyrði fyrir Hæstarétti
  • Titill er á ensku Invalidation due to the origin of a contract : Burden of proof for the Supreme court
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari greinargerð er farið yfir ógildingarreglur samningaréttar vegna tilurðar samnings. Þá er litið til dómaframkvæmdar Hæstaréttar til að sjá hvernig sönnunarbyrði í slíkum málum liggur. Í upphafi greinargerðarinnar er fjallað stuttlega um samningarétt og tvær helstu meginreglur réttarsviðsins, reglurnar um samningafrelsið og að samninga skuli efna. Mun síðan vera farið í skilgreiningar á því hvað samningar og löggerningar séu. Í framhaldi kemur umfjöllum um íslensku samningalögin ásamt þær breytingar sem gerðar hafa verið á þeim í gegnum tíðina. Mun þar á eftir vera farið í ógildingar á samningum, skilgreiningu á grandvísi og grandleysi. Þá verða einnig viljakenningunni og traustkenningunni gerð skil. Af því loknu verður farið yfir þær ástæður er leiða til ógildingar og taldar eru falla undir tilurð samnings, meiri- og minniháttar nauðung, svik, misneytingu, mistök, afbökun, og málamyndagerninga. Í upphafi hver kafla verður leitast við að skilgreina þau hugtök sem verða tekin fyrir hverju sinn og mun þar á eftir koma fræðileg umfjöllun. Í lokin mun síðan vera farið yfir dóm til skýringar á túlkun dómstóla á viðfangsefni hverju sinni og hvenær þeir telja að skilyrðum laga sé uppfyllt.
    Helstu niðurstöður eru að sönnunarbyrði liggur á þeim einstaklingi sem fer fram á ógildingu á samningi. Þá er jafnframt ljóst að ógildingarheimildir samningaréttar eru undantekningar frá meginreglunni um að samninga beri að efna og því hafa dómstólar farið sér hægt í að ógilda samninga og túlka ákvæði samningalaga þröngt.

Samþykkt: 
  • 10.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
amy_osk_omarsdottir_BS_lokaverk.pdf843.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.