is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Búvísindi = Icelandic agricultural sciences >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19927

Titill: 
 • Titill er á ensku Bioprospecting thermophilic ethanol and hydrogen producing bacteria from hot springs in Iceland
 • Skyldleikagreining á etanól- og vetnisframleiðandi bakteríum einangruðum úr heitum hverum á Íslandi
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • 2010
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  The diversity of thermophilic hydrogen- and ethanol-producing anaerobes in various geothermal areas has been largely unresolved. The aim of this study was to investigate the phylogenetic relationship between ethanol and hydrogen-producing anaerobes at temperatures varying from 50 to 75°C. Extensive enrichments on various carbon substrates (glucose, xylose, cellulose [Whatman paper and cellulose powder], pectin and xylan) were done from 48 samples collected from the geothermal area in Grensdalur (Hveragerði, SW Iceland). Enrichments were regarded as positive if they showed good ethanol and/or hydrogen production. After repeated enrichments and end point dilutions, partial 16S rRNA from 59 samples were analysed, as well as end product formations from glucose and xylose. At moderate temperatures (50 to 60°C) most of the bacteria were phylogenetically most closely related to the genera of Caloramator, Clostridium and Thermoanaerobacterium, whereas at higher temperatures (70 to 75°C) Caldicellulosiruptor and Thermoanarobacter dominated the microbial flora. At lower temperatures the main flow of carbohydrate fermentation was towards ethanol and butyrate, whereas at higher temperatures, acetate and hydrogen (and CO2) were the main end products formed. Thus, a clear correlation between phylogenetic relationship and end product formation was observed in this ecological survey of thermophilic anaerobes in the geothermal area investigated. The study indicates the presence of bacteria in geothermal springs that could potentially be used for hydrogen and ethanol production from organic matter.

 • Fjölbreytileiki hitakærra, loftfirrtra etanól- og vetnisframleiðandi baktería í margvíslegum jarðhitasvæðum hefur ekki verið kannaður til hlítar. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka fjölbreytileika slíkra baktería við mismunandi hitastig (50-75°C), bæði hvað varðar lífeðlisfræði og skyldleika þeirra. Ítarlegar auðgunartilraunir á margvíslegum hvarfefnum (glúkósa, xýlósa, sellulósa [Whatman pappír og sellulósa duft], pektíni og xýlani) voru framkvæmdar úr 48 sýnum sem tekin voru í Grensdal við Hveragerði. Auðgun var álitin jákvæð ef hún sýndi af sér góða vetnis- og/eða etanólframleiðslu. Eftir endurteknar auðganir og einangranir með þynningum voru 59 sýni greind með 16S rRNA raðgreiningu. Öll sýnin voru einnig ræktuð á glúkósa og xýlósa og etanól og vetnisframleiðsla þeirra mæld. Þau sýni sem áttu uppruna sinn við lægri hitastig sem auðgað var við (50 til 60°C) innihéldu bakteríur sem greindust aðallega til ættkvíslanna Caloramator, Clostridium og Thermoanaerobacterium en bakteríur sem einagruðust við hærri hitastigin (70 til 75°C) greindust eingöngu til ættkvíslanna Caldicellulosiruptor og Thermoanaerobacter. Niðurbrot einsykra hjá auðgunarræktunum við lægri hitastigin leiddu aðallega til framleiðslu á etanóli og smjörsýru en við hærri hitastigin voru meginlokaafurðir ediksýra og vetni. Greinileg tengsl voru því á milli skyldleika baktería, hitastigs og framleiðslu lokaafurða í þessari vistræðilegu rannsókn á örverum úr hverum í Grensdal. Rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að margar bakteríanna sem einangraðar voru er hugsanlega hægt að nota til framleiðslu á endurnýjanlegri orku úr lífmassa í formi etanóls og vetnis.

Birtist í: 
 • Icelandic agricultural sciences 23, 73-85
ISSN: 
 • 1670-567x
Samþykkt: 
 • 17.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IAS10_JohannOrlygssonetal.pdf468.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna