Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19933
Rannsóknarverkefni þetta er lokaverkefni til Bsc.- gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Verkefnið byrjar á fræðilegum kafla þar sem meðal annars er fjallað um hvað fjármálastjórnun er, hlutverk fjármálastjóra, æskileg menntun fjármálastjóra, skipulagsheild stofnana/fyrirtækja þar sem fjármálastjórn er hluti af því og staðsetningu þeirra í skipulagsheildinni. Framkvæmd var eigindleg rannsókn á fimm sjúkrahúsum/heilbrigðisstofnunum hér á landi og í seinni hluta verkefnisins eru niðurstöður þeirrar rannsóknar kynntar.
Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram:
Hvert er viðhorf fjármálastjóra sjúkrahúsa/heilbrigðisstofnana á Íslandi, hver er nægileg menntun til að gegna þessu hlutverki í rekstri stofnunarinnar þannig að árangur náist.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðhorf allra viðmælenda var að viðskiptafræðimenntun sé nauðsynleg þrátt fyrir að þeir væru ekki allir með þá menntun en fjórir viðmælendanna höfðu viðskiptafræðimenntun. Skiptar skoðanir voru um hvort það þyrfti einnig að hafa þekkingu á kjarnastarfsemi heilbrigðisstofnana. Ábyrgðarsvið viðmælenda voru mjög lík. Flestir þeirra voru hluti af framkvæmdastjórn þar sem saman komu aðilar hver með sína sérþekkingu. Minntust flestir viðmælendur á að sérþekkingu hvers og eins væri miðlað á milli aðila í framkvæmdastjórn. Á þann hátt væri unnið að sameiginlegu markmiði sem er að reyna að ná árangri í rekstri stofnunarinnar. Þetta er í takt við fræðin um skipulagsheild en hugtakið skipulagsheild felur í sér að hópur fólks á samskipti sín á milli og vinnur ákveðin verk til að ná sameiginlegum markmiðum. Viðmælendur álitu að þeir þyrftu ekki að hafa þekkingu í umönnunarstjórnun vegna þess að þeir álitu nóg að aðilar í framkvæmdastjórn með þá þekkingu myndu miðla henni til sín.
Lykilorð: Menntun, Fjármálastjórnun, Viðhorf, Rekstur, Sjúkrahús
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKARITGERÐ-LOK2106F.pdf | 711,24 kB | Lokaður til...31.08.2050 |