is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19936

Titill: 
 • Leyfilegar valforsendur í útboðsskilmálum við opinber innkaup : valforsendur, val tilboðs og hæfismat
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Opinber innkaup nema um 18% af þjóðarframleiðslu þar af er um helmingur vegna innkaupa sveitarfélaga en alls nema innkaupin um 300 milljörðum króna árið 2014. Þar sem um mikla hagsmuni er að ræða fyrir þjóðarbúið er afar mikilvægt að opinber innkaup gangi vel fyrir sig og að hagkvæmni sé gætt. Í Evrópskri löggjöf um opinber innkaup er áhersla lögð á að koma í veg fyrir spillingu með opinbert fé. Einnig er grundvallarforsenda að fyrirtæki njóti jafnræðis og gagnsæis og verði ekki fyrir ólögmætri mismunun í viðskiptunum, félagsleg og umhverfisleg skilyrði séu virt og innkaupunum sé hagað þannig að hvatt sé til nýsköpunar.
  Til að ná því markmiði þarf regluverkið að vera gott þannig að hið opinbera nái ávallt farsælli niðurstöðu í innkaupum og tryggt sé að opinberum fjármunum sé varið af hagkvæmni. Ritgerð þessi fjallar um afmarkaðan hluta regluverks opinberra innkaupa nánar tiltekið um leyfilegar valforsendur í útboðsskilmálum við opinber innkaup. Valforsendur eru þær löglegu forsendur sem byggja skal á við val á fjárhagslega hagkvæmasta tilboði.
  Í ritgerðinni koma því til skoðunar lagaákvæði, reglur og lögskýringargögn og aðrir þættir sem mynda lagalega umgjörð í tengslum við opinber innkaup á vörum, verkum og þjónustu. Þrátt fyrir að lögmæt framsetning valforsendna í útboðsskilmálum við opinber innkaup virðist ekki flókin við fyrstu sýn þá er margt sem þarf að hafa í huga ef vel á að takast.
  Í ritgerðinni er því meðal annars fjallað um á muninum á hæfisforsendum og valforsendum, tíundað mikilvægi meginreglna á sviði opinberra innkaupa við framsetningu valforsendna ásamt því að varpa ljósi á fjölda annarra álitaefna sem risið geta í tengslum við valforsendur svo þær geti talist lögmætar.
  Að lokum er skoðað hvernig ákvæði um valforsendur eru sett fram í nýrri tilskipun Evrópusambandsins um opinber innkaup sem samþykkt var á þessu ári. Þar sem íslenska ríkið er skuldbundið til að innleiða tilskipunina vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu má þannig sjá hvaða breytinga er að vænta á íslenskri löggjöf.
  Í niðurstöðukafla eru settar fram ályktanir um hvaða valforsendur eru leyfilegar í útboðsskilmálum við opinber innkaup og hvernig haga ber framsetningu þeirra svo innkaupin nái fram að ganga á farsælan hátt með hagkvæmni og gagnsæi að leiðarljósi.

Samþykkt: 
 • 20.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_ML_Gizur_Sigurdsson.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: (Óheimilt er að prenta út eða afrita ritgerðina)