is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19937

Titill: 
 • Samspil jafnræðisreglna og tekjuskattslaga : ákvæði tekjuskattslaga um barnabætur og vaxtabætur
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Jafnræðisreglan kveður í stuttu máli á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og öll mismunun sé óheimil. Samkvæmt því ætti skattlagning aðila í sömu stöðu að vera eins. Umfjöllunarefni ritgerðar þessarar snýr að samspili jafnræðisreglunnar og ákvæða tekjuskattslaga nr. 90/2003, hvað varðar ákvörðun barnabóta og vaxtabóta.
  Jafnræðisregluna er að finna í stjórnarskránni og þar sem stjórnarskráin er æðri og rétthærri öllum öðrum lögum mega ákvæði almennra laga ekki brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Í þeim tilvikum víkja ákvæði almennra laga og verður því ekki á þeim byggt.
  Ákvæði tekjuskattslaga um ákvörðun barnabóta fela í sér að einstæðum foreldrum skuli greiddar hærri barnabætur en hjónum miðað við sama aldur og fjölda barna og sömu heildartekjur heimilis. Slík mismunun getur verið réttlætanleg ef fyrir hendi eru málefnalegar ástæður. Í lögum, eða lögskýringagögnum, eru þó ekki að finna skýringar eða ástæður fyrir þessari mismunun.
  Lán vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota mynda einungis stofn til vaxtabóta ef um er að ræða lán frá Íbúðalánasjóði. Í lögskýringargögnum kemur fram að ástæða þessarar takmörkunar sé að með þessum hætti sé eftirlit með greiðslu vaxtabóta einfaldara, þar sem skilyrði íbúðalánasjóðs fyrir lánveitingu eru þau sömu og skilyrði tekjuskattslaga fyrir greiðslu vaxtabóta. Skilyrði annarra lánastofnana fyrir lánveitingu vegna verulegra endurbóta eru þó að mestu leyti þau sömu og skilyrði Íbúðalánasjóðs. Rök fyrir þessari mismunun eru á verulega veikum grunni reist

Samþykkt: 
 • 20.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_MA_Johann_G_Hardarson.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að prenta ritgerðina út eða afrita nema með leyfi höfundar