is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19940

Titill: 
  • Hvernig myndast kreppur samkvæmt kenningu Minsky og Kindleberger?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er kenning hagfræðingana Hyman Minsky og Charles Kindleberger notuð til að útskýra hvernig efnahagskreppan 2008 myndaðist á Íslandi. Samkvæmt kenningunni verða kreppur vegna bólumyndana í hagkerfinu sem geta ef allt fer á versta veg leitt til kreppu. Niðurstöður eru þær að á Íslandi voru tvær bólur á vaxtarskeiðinu 2001 til 2008, annars vegar á fasteignamarkaði og hins vegar á hlutabréfamarkaði. Þegar bólurnar sprungu vegna alþjóðlegu lausafjárkreppunnar sem hófst árið 2007 dreifðu áhrifin sér um hagkerfið í heild sinni. Ástæðan var sú að skuldsetning fyrirtækja og einstaklinga var of mikil auk þess sem krónan féll um 50 prósent. Seðlabanki Íslands gat ekki komið til bjargar vegna smæðar sinnar en gjaldeyrisvarasjóður hans var 15 prósent af þjóðarframleiðslu á meðan að erlendar skuldir bankana voru 500 prósent af þjóðarframleiðslu. Erlendir seðlabankar vildu ekki hjálpa Íslendingum og því var leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Velt er upp spurningunni um sterkan alþjóðlegan seðlabanka sem kæmi löndum til bjargar um leið og kreppir að og reyndi þannig að milda áhrifin og þá skelfinu sem oft verður á mörkuðum sem lýsir sér í frystingu á lánaleiðum og hruni á eignaverði. Ljóst er að þar er um að ræða tvíeggja sverð sem gæti birst í enn meiri áhættusækni á mörkuðum. Telja sumir að besta leiðin til minni áhættusækni og auka fjármálastöðugleika sé að hjálpa aldrei fjármálafyrirtækjum í vanda.

Samþykkt: 
  • 20.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BA_Einar_Kristjansson.pdf712.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna