is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19944

Titill: 
 • Stuðningur, kröfur og vald á starfi: Líðan starfsmanna í sérskólum Reykjavíkurborgar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin fjallar um líðan starfsmanna í sérskólum Reykjavíkur. Einkum er athuguð birting vinnutengds álags, upplifun starfsmanna á stuðningi frá starfsumhverfi sínu og yfirmönnum og einning möguleikum til eflingar í starfi.
  Tekin voru átta viðtöl við starfsmenn í Brúarskóla og Klettaskóla, og eigindlegri aðferð beitt við greiningu og túlkun gagnanna. Hugtökin vellíðan og vinnutengt álag voru þungamiðja rannsóknarinnar. Athugað var hvort starfsmenn upplifðu vinnutengt álag í störfum sínum, hvaða áhrif slíkt álag hefði áhrif á vellíðan þeirra, og hvaða færni þyrfti í starfi sem gæti minnkað álagið.
  Helstu niðurstöðurnar voru þær, að starfsmennirnir upplifðu sig almennt gegna mikilvægu starfi sem jafnframt getur verið mjög krefjandi. Ef starfsmennirnir upplifðu sig ráða vel við starfsskyldur sínar, leið þeim yfirleitt vel í starfinu. Hins vegar upplifðu starfsmennirnir töluvert álag, ef þeim finnst þeir ekki geta brugðist nægilega vel við því sem gerðist í starfinu. Þeir treystu yfirleitt á að samstarfsmenn, stjórnendur og ráðgjafar væru sér til halds og trausts, bæði til að ákveða stefnu í málefnum nemanda og eins þegar þeir upplifðu andlegt og líkamlegt álag.
  Helstu afleiðingar þess að starfsmönnunum fannst þeir ekki valda starfinu voru að þeir fundu til óöryggis, að þeir voru oftar frá vinnu vegna veikinda, og að þeir fóru að íhuga að skipta um starf. Starfsmennirnir sögðu sig stundum finna til úrræðarleysis og að þeir sæu lítinn ávinning í starfinu. Aðalástæðan fyrir þessu virðist vera sú að þeir upplifi skort á úrræðum á starfssviði sínu innan skólaumhverfisins, og að skipulag, mönnun og aðbúnaður séu þar stór hindrun.
  Starfsmennirnir voru sammála um að mönnun starfa væri lykilatriði, bæði með tilliti til fjölda starfsmanna og færni, sem auk þess þarf að vera blanda af leyndri og ljósri færni. Starfsmennirnir telja hugræna atferlismótun vera ákjósanlega og áhrifaríka aðferð til að minnka neikvæð áhrif starfsins á einkalífið, og þeir telja að þannig geti þeir náð að hamla gegn þessum áhrifum og aðskilja vinnu og einkalíf.

Samþykkt: 
 • 22.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Elva Pétursdóttir_loka.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna