is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19962

Titill: 
 • Kerfisbundin samantekt á rannsóknum um meðferðir fyrir börn 1-7 ára í ofþyngd eða offitu
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Algengi offitu hjá börnum á forskólaaldri hefur aukist hratt á síðustu áratugum. Offita er nú eitt af alvarlegustu heilsufarsvandamálum í heiminum og teljast íslensk börn og unglingar í hóp feitustu barna í Evrópu. Af þeim börnum sem komu í heilsufarsskoðanir á Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 voru tæplega 11% of þung í 2,5 ára skoðun, þar af voru 1,3% af þeim of feit og 11% of þung í 4 ára skoðun, þar af 1,6% of feit. Skortur hefur verið á rannsóknum á meðferð fyrir of þung og of feit börn á forskólaaldri.
  Markmið meistaraverkefnisins var að taka saman kerfisbundið niðurstöður rannsókna á meðferð við ofþyngd eða offitu barna á aldrinum 1-7 ára þar sem einn af mælikvörðum árangurs var breyting á holdarfari (e. weight status).
  Rannsóknarsniðið var kerfisbundin samantekt á birtum rannsóknum á árunum 1975-2014 um meðferðir fyrir börn 1-7 ára í ofþyngd eða offitu. Heimildaleit skilaði alls 14 rannsóknargreinum sem uppfylltu öll leitarskilyrði.
  Alls níu rannsóknir sýndu marktæk meðferðar áhrif á líkamsþyngdarstuðul þátttakendana. Af þeim níu notuðu sjö þeirra fjölskyldumiðaða atferlismeðferð fyrir meðferðarhópa, þrjár rannsóknanna beindu meðferðinni að breytingum á mataræði, hreyfingu og atferli. Einungis ein rannsóknanna sem sýndi marktæk áhrif á þyndartap þátttakenda beindi meðferðinni eingöngu að mataræði og hreyfingu.
  Niðurstöður þessa kerfisbunda yfirlits er samhljóma við niðurstöður kerfisbunda yfirlitsgreina á rannsóknum á meðferð fyrir eldri börn í ofþyngd eða offitu. Meðferðir sem beinast að breyttu atferli sérstaklega hugræn atferlismeðferð og lífsstíl þ.e. mataræði, hreyfingu og þátttöku fjölskyldunnar í meðferðarferlinu virðist skila lækkun á líkamsþyngdarstuðli til skemmri og lengri tíma umfram meðferðir sem beinast eingöngu að mataræði og/eða hreyfingu.
  Leiða má líkur að því að atferlismeðferð og þátttaka foreldra sé mikilvægur þáttur í árangri í meðferð of þungra og of feitra barna á aldrinum 1-7 ára samhliða breytingum á mataræði, matarvenjum og hreyfingu. Þótt meðferðir við ofþyngd og offitu barna á forskólaaldri í þessari kerfisbundnu samantekt lofi góðu þá er þörf fyrir fleiri stýrðar slembirannsóknir til að þróa enn frekar og meta árangur af meðferð fyrir þennan aldurshóp

Samþykkt: 
 • 29.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalbjörg_Guðsteinsdóttir_Meistararitgerd_lydheilsufræði.pdf717.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna