is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19964

Titill: 
  • Útlán háskólanema og tengsl við námsgengi
Útgáfa: 
  • 2014
Útdráttur: 
  • Í þessari megindlegu rannsókn kannaði höfundur útlánatölfræði nemenda Menntavísindasviðs Háskóla Íslands skólaárið 2012-2013. Skoðað var hve mikið nemendur fengu að láni að meðaltali og hversu hátt hlutfall nemenda hafði ekkert fengið að láni á tímabilinu og hvort munur var þar á eftir deildum og námsstigi. Auk þess var kannað hvort tengsl væru milli fjölda útlána og lokaeinkunna nemenda í grunnnámi við útskrift. Af 2.171 nemanda höfðu 1.066 nemar (48%) ekkert fengið lánað á tímabilinu og í ljós kom kom að nemendur í grunnnámi höfðu fengið hlutfallslega meira lánað en nemendur í meistaranámi, en 61% grunnnema höfðu fengið lánað á árinu á móti 43% meistaranema. Nemendur í Íþrótta- tómstunda- og þroskaþjálfadeild höfðu hlutfallslega fengið minnst lánað. Marktektarprófið Spearman‘s rho var notað til að kanna hvort fylgni væri á milli fjölda útlána og lokaeinkunna sem leiddi í ljós að marktæk jákvæð tengsl eru milli útlána og einkunna. Eftir því sem útlánaþrep nemenda er hærra þeim mun líklegra er að hann hafi háa meðaltalseinkunn við útskrift. Þessar niðurstöður eru samhljóma niðurstöðum erlendra rannsókna.

  • Útdráttur er á ensku

    This quantative study focuses on the loan statistics of students enrolled in the University of Iceland’s School of Education during the academic year 2012-2013. It records the average number of books borrowed by students as well as the number of students who borrowed no books at all, determining whether factors such as the faculty in which students were enrolled and/or the stage at which they were studying (i.e. undergraduate or graduate level) have a significant bearing on either figure. In addition, it examines whether there is a correlation between the number of loans made by students and their final GPA (grade point average). The findings were as follows. Of a total of 2,171 students 1,066 (48%) borrowed no books at all during the said period. Moreover, a proportionately larger number of undergraduate than graduate students had borrowed books (61% as against 43%), and students in the Faculty of Sport, Leisure Studies and Social Education borrowed the fewest number of books. Spearman’s rho was used to determine whether there was a correlation between the number of books borrowed by students and their final GPA and discovered that there was indeed a positive correlation, i.e. that the more loans a student made the more likely he/she was to have a high GPA. These findings are comparable to similar studies carried out abroad.

Birtist í: 
  • Bókasafnið ; 2014; 38: s. 33-38
ISSN: 
  • 0257-6775
Samþykkt: 
  • 29.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bokasafnid04.pdf3,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna