is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19966

Titill: 
  • Siðferðilegur sveigjanleiki íslenskra blaða- og fréttamanna
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Í grein þessari eru svör íslenskra blaða- og fréttmanna um ýmis siðferðileg álitamál greind í ljósi rannsókna Worlds of Journalism (WOJ, samstarfsverkefni fræðimanna í yfir 80 ríkjum) og kenninga Plaisance, Skewes og Hanitzsch (2012) um skiptingu blaða- og fréttamanna í “Ídealista” og “Relatífista” í siðferðismálum – þarsem afstaða þeirra er í grófum dráttum annað hvort að virða beri siðferðilegar grundvallarreglur í hvívetna eða að kringumstæður geti réttlætt frávik frá viðkomandi grundvallarreglum. Alþjóðlegar rannsóknir WOJ benda til þess að samfélagsaðstæður og þá einkum staða tjáningarfrelsisins í hverju ríki hafi áhrif á afstöðu blaða- og fréttamanna til siðferðilegra álitamála, svo sem til beitingar á “óhefðbundnum aðferðum” til upplýsingaöflunar. Einnig eru í þessu ljósi stefnumótun Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og viðurkenningar Verðlaunanefndar Blaðamannafélags Íslands skoðuð og er niðurstaðan sú að íslenskir blaða- og fréttamenn séu í grunninn “fundamentalistar”, en að undir sértækum kringumstæðum víkji ströngustu siðferðisviðmiðanir fyrir upplýsingarétti almennings – að þegar hefðbundnar leiðir til upplýsingaöflunar duga ekki til geti verið réttlætanlegt að grípa til óhefðbundinna aðferða, sem undir öðrum kringumstæðum þættu ekki siðferðislega tækar. Þetta er í samræmi við þá sveigjanlegu afstöðu Siðanefndar að hafa siðaregluákvæði almenn og fá, samanborið við ítarlegar siðareglur í mörgum ríkjum, og um leið opin fyrir túlkun og breyttum tíðaranda.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 29.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siðferðilegur sveigjanleiki_Félags- og mannvísindadeild.pdf671.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna