is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19968

Titill: 
  • Gengur afstaða Íslendinga í berhögg við ríkjandi refsipólitík?
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Áhyggjur af afbrotum og hvernig bregðast skal við vandanum eru áberandi í samfélaginu. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að víðtæk sátt ríki um réttarkerfið og löggjöfina. Mælingar á viðhorfum borgaranna eru því áhugaverðar fyrir margra hluta sakir. Mælingar á afstöðu Íslendinga til ýmissa álitaefna er tengjast afbrotum hafa reglulega verið framkvæmdar í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands á síðustu árum. Í erindinu verður greint frá niðurstöðum nýjustu mælingarinnar sem framkvæmd var á vordögum 2014.
    Einkum verður lögð áhersla á að skoða afstöðu Íslendinga til nokkurra hitamála í íslensku samfélagi á síðustu misserum. Á að heimila lögreglu að bera skotvopn við skyldustörf sín? Á að rýmka heimildir lögreglu til að rannsaka alvarleg sakamál og er notkun tálbeita réttlætanleg? Eiga vændiskaup að vera refsiverð? Vilja Íslendingar lögleiða kannabis eða er stuðningur við að varsla á fíkniefnum til einkanota verði gerð refsilaus?

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gengur afstaða Íslendinga í berhögg_Félags- og mannvísindadeild.pdf642.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna