is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19969

Titill: 
  • Hárleysi og mótun kyngervis
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Í byrjun 20. aldar fóru konur að fjarlægja hár undir höndum og á fótum og að
    undanförnu hefur það færst í vöxt að konur kjósi einnig að fjarlægja öll hár af
    kynfærasvæðinu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um líkamshárarakstur
    kvenna, sem gefur vísbendingu um hversu rótgróin og viðtekin sú hugmynd er
    að kvenleiki og líkamshár fari ekki saman. Í þessari grein er kynfærarakstur
    kvenna skoðaður þar sem sérstök áhersla er lögð á að varpa ljósi á hvers vegna
    konur kjósa í síauknum mæli að fjarlægja öll skapahárin. Greiningin byggir á
    eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru átta opin viðtöl við konur á aldrinum
    20-36 ára, sem allar höfðu reynslu af því að fjarlægja öll skapahár sín.
    Niðurstöðurnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að nauðrakstur á
    skapahárum sé orðið hið hefðbundna viðmið þegar kemur að
    skapahárasnyrtingu ungra kvenna en helstu ástæður sem nefndar voru fyrir
    rakstrinum sneru að hreinlæti og aukinni ánægju í kynlífi. Allir viðmælendur tóku
    skýrt fram að ákvörðun þeirra um að fjarlægja öll skapahárin hefði alfarið verið
    tekin á þeirra eigin forsendum. Þó mátti í frásögnum þeirra allra greina
    vísbendingar um að utanaðkomandi þrýstingur og samfélagsleg viðmið hefðu
    haft áhrif á ákvarðanatöku þeirra.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hárleysi og mótun kyngervis_Félags- og mannvísindadeild.pdf598 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna