is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19972

Titill: 
  • Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á viðhorf almennings til
    afbrota. Ýmsar kenningar hafa komið fram um þessi áhrif, ein þeirra er
    hugmyndin um siðfár (moral panic). Tiltekin frávikshegðun fær skyndilega mikla
    umfjöllun í fjölmiðlum, veldur ótta meðal almennings og valdastofnana og
    virðist þarfnast sértækra aðgerða. Spjótunum er beint að tilteknum hópi
    einstaklinga sem sagðir eru ábyrgir fyrir ógninni og þeim kennt um að ógna
    ríkjandi menningu, lifnaðarháttum og gildum. Neysla vímuefna er vel til þess
    fallin til að skapa ótta og óöryggi í samfélaginu. Þegar nýrra efna verður vart
    eykst umfjöllun fjölmiðla jafnan um notkun efnisins og þá hættu sem neyslunni
    fylgir. Það vímuefni sem hefur skapað hvað mestar áhyggjur og ótta í íslensku
    samfélagi er án efa e-taflan. Skömmu eftir að hún hafði náð að festa rætur í
    íslensku samfélagi fór neyslan að valda miklum usla og óöryggi hér á landi. Hér
    verður greint frá komu e-töflunnar til landsins um 1990 og viðbrögðum
    almennings, fjölmiðla og stjórnvalda við komu efnisins. Íslensk viðhorfakönnun
    frá þessum tíma leiddi það í ljós að um helmingur Íslendinga töldu
    fíkniefnaneyslu vera mesta vandamál afbrota hér á landi. Var það í fyrsta sinn
    sem eins afdráttarlaust viðhorf kom fram í könnun sem þessari og er því
    áhugavert að athuga hvernig umfjöllun fjölmiðla var á þessum tíma. Notast
    verður við orðræðugreiningu á fréttum frá á tímabilinu 1990-1997 til að meta
    hvort siðfár hafi skapast í íslensku samfélagi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jonas_orri_jonasson_FELMAN.pdf353.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna