Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19974
Markmið rannsókna á heila- og taugakerfi miða flestar að því að auka færni og
getu manneskjunnar. Í sumum tilfellum er verið að bæta skaða sem sjúkdómar
valda, eins og Parkinson, eða draga út einkennum taugaþroskaröskunar eins og
ADHD, en í öðrum tilfellum er stefnt að því að efla getu heilbrigðra
einstaklinga, líkt og þegar nemendur sækja í lyf til að efla minni. Siðfræðistofnun
er þátttakandi í evrópska rannsóknaverkefninu NERRI (Neurological
enhancement, responsible research and innovation). Markmið verkefnisins er að
rannsaka, kynna, og benda á leiðir til úrbóta þegar kemur að siðferðilegum
álitaefnum í tengslum við taugaeflingu (neurological enhancement). Taugaefling er
hér skilgreind sem hvaðeina sem eykur getu og virkni miðtaugakerfis og heila.
Mikilvægur þáttur í rannsókninni er að efna til samtals við almenning og fagaðila
um siðferðileg álitamál sem tengjast rannsóknum og notkun á taugabótum
(neurological enhancement). Í framhaldi af þessu samtali verða síðan gerðar tillögur
að siðareglum er lúta að rannsóknum á þessu sviði. Í erindinu verða kynntar
áfanganiðurstöður verkefnisins, meðal annars niðurstöður viðtalsrannsóknar við hagsmunaaðila á sviðinu. Þá verða greindar þær siðferðilegu spurningar sem vakna meðal hagsmunaaðila og velt upp hvaða lærdóm megi draga af þeim viðhorfum sem þar koma fram.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Taugaefling heilbrigðra einstaklinga_Félags- og mannvísindadeild.pdf | 525.97 kB | Open | Heildartexti | View/Open |