Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19975
Upplýsingalæsi er almennt talin mikilvæg færni fyrir einstaklinginn í
upplýsingasamfélaginu, hvort sem er í námi, starfi eða tómstundum. Hugtakið
var fyrst sett fram í Bandaríkjunum árið 1974 en hefur þróast áfram og merking
þess víkkað þannig að hjá UNESCO og IFLA er hugtakið nú kynnt og komið á
famfæri sem upplýsinga- og miðlalæsi (media and information literacy) og mikil
áhersla er lögð á mikilvægi þess. Markmið með greininni er að skoða umfjöllun
um upplýsingalæsi í lögum um framhaldsskóla og stefnumótunarritum
stjórnvalda annars vegar og hins vegar hvernig stefnumörkunin er framkvæmd í
einstökum framhaldsskólum, til dæmis hvort upplýsingalæsi sé eitt af
námsmarkmiðum skólanna. Þess er freistað að svara spurningunni hvort
samhljómur sé á milli umfjöllunar um upplýsingalæsi í stefnumörkunarritunum
og birtingarmynd þess og framkvæmd í einstökum skólum. Við greiningu á
stefnumótunarritunum verður beitt texta- og orðræðugreiningu. Ennfremur er
spurningakönnun send til skólanna þar sem meðal annars er leitað svara við
fyrirkomulagi kennslu í upplýsingalæsi, hvaða námskrá er stuðst við, hvort
upplýsingalæsi sé eitt af námsmarkmiðum skólanna og hvort talið sé að næg
áhersla sé lögð á upplýsingalæsi í framhaldsskólum. Niðurstöður úr orðræðu- og
textagreiningunni eru síðan bornar saman við niðurstöður úr
spurningakönnuninni og skoðað hvort merkjanleg tengsl komi fram á milli
þessara þátta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dansa limirnir eftir höfðinu__Félags- og mannvísindadeild.pdf | 906,96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |