is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19977

Titill: 
  • Elli : barnabók um ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um bók að nafni Elli: dagur í lífi drengs með ADHD. Bókin er skrifuð, myndskreytt og hönnuð af Ara Hlyni Guðmundssyni, í samvinnu við níu ára dreng sem heitir Elías. Tilgangur ritgerðarinnar er að rýna í bókina, gerð hennar, hugmyndafræðina þar að baki, myndefni og merkingu í þjóðfélaginu. Með því að greina bókina, bera hana saman við aðrar barnabækur, setja hana í samhengi við kenningar og fræðigreinar frá fræðimönnum og listamönnum, og með því að líta í eigin barm, vonast höfundur til að komast í dýpri skilning um bókina og hvort hún eigi sér stað í barnabókaflóru landsins og mögulega víðar. Þar sem ritgerðin fjallar um bók sem ritgerðarhöfundur skrifaði og myndskreytti sjálfur er mál hennar frekar óformlegt, en notast er við hinar ýmsu fræðigreinar, tímaritsgreinar, bækur, barnabækur og útvarpsviðtal til samanburðar og greiningar á efninu. Byrjað er á því að skilgreina hvað ADHD er og hvaða niðurstöðum höfundur hefur komist að í sambandi við það. Því næst er gerð bókarinnar rekin frá byrjun til enda, með tilliti til vinnuaðferða, útlits og hönnunar, og hún borin saman við aðrar bækur. Ritgerðin er í sjálfu sér ákveðin naflaskoðun fyrir höfundinn þar sem hann reynir að komast að því hver raunverulegur tilgangur bókarinnar sé, hvort hún eigi rétt á sér og hvort honum hafi tekist að framkvæma það sem hann ætlaði sér með verkefninu. Höfundur kemst m.a. að því, með gerð þessarar ritgerðar, að tilgangurinn með bókinni sé að hafa jákvæð áhrif á fólkið í kringum sig, að gleðja, fræða og auka fjölbreytni barnabóka á Íslandi og víðar. Það eru ekki ýkjur að segja að höfundur vilji breyta heiminum til hins betra með gerð barnabóka sem hafa góð áhrif á lesendur. Með þessari ritgerð reynir hann að komast að því hvort bókin Elli: dagur í lífi drengs með ADHD sé skref í rétta átt eða verkefni sem þurfi að endurskoða.

Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Ellinn.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna